Jarðarber (Fragaria vesca)

Mynd af Jarðarber (Fragaria vesca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Jarðarber (Fragaria vesca)
Mynd af Jarðarber (Fragaria vesca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Jarðarber (Fragaria vesca)
Mynd af Jarðarber (Fragaria vesca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Jarðarber (Fragaria vesca)
Mynd af Jarðarber (Fragaria vesca)
Mynd: Hörður Kristinsson
Jarðarber (Fragaria vesca)

Útbreiðsla

Allvíða um landið en óvíða í miklum mæli, mest þó í hlýrri sveitum (Hörður Kristinsson 1998).

Almennt

Þau eru eftirsótt af fuglum, sem stundum taka þau jafn óðum og þau þroskast (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Nytjar

Venjulega verða íslensku jarðarberin ekki stór og þroskast seint en þar sem veðursæld er og skilyrði góð í sæmilega frjóum brekkum móti suðri geta þau náð fullum þroska og orðið góð búbót, enda sérlega bragðgóð (Hörður Kristinsson 1998). Sem lækningajurt eru allir hlutar jarðarberjaplöntunnar taldi góðir við húðsjúkdómum. Eins mun jarðarberjasafi vera góður til að hreinsa tennur (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998)!

Búsvæði

Skóglendi og grónar brekkur móti suðri (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Lýsing

Skriðul planta, 5–15 sm á hæð en með mun lengri jarðlægar renglur. Blómstrar hvítum, fimmdeildum blómum í júlí og þroskar safarík, rauð ber.

Blað

Jarðstöngullinn allgildur með uppréttum, þrífingruðum blöðum á löngum, þétthærðum stilk. Smáblöðin tígullaga eða öfugegglaga, gróftennt, silfurhærð á neðra borði, 1,5–3 sm á lengd og 1–2 sm á breidd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 12–15 mm í þvermál, fimmdeild. Krónublöðin hvít, öfugegglaga. Bikarblöðin nokkru styttri, oddmjó. Utanbikarflipar heldur mjórri en bikarblöðin. Fræflar tíu. Frævur allmargar (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Litlar, dökkar hnetur utan á þroskuðu jarðarberinu sem myndast af útbelgdum blómbotninum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Blómin líkjast blómum mýrasóleyjar en jarðarberin þekkast auðveldlega á hinum þrífingruðu blöðum. Óblómguð getur jarðarberjaplantan líkst hrútaberjalyngi, blöð hennar má þekkja á stilklausu endasmáblaði og þéttri hæringu, einkum á neðra borði.

Útbreiðsla - Jarðarber (Fragaria vesca)
Útbreiðsla: Jarðarber (Fragaria vesca)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |