Ljósalyng (Andromeda polifolia)

Mynd af Ljósalyng (Andromeda polifolia)
Mynd: Hörður Kristinsson
Ljósalyng (Andromeda polifolia)

Útbreiðsla

Ljósalyng er mjög sjaldgæf planta, aðeins fundin á nokkrum stöðum í Brúnavík við Borgarfjörð eystri, á einum stað í Borgarfirði og utarlega á Fljótsdalshéraði (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Rakir móar og súrar mýrarþúfur.

Lýsing

Sígræn planta með þykk, mjó blöð sem eru ljósgrá á neðra borði og klukkulaga bleik eða hvít blóm.

Blað

Blöðin sígræn, þykk og skinnkennd, mjó, lensulaga, ljósgrá á neðra borði. Blaðrendur niðurorpnar og neðra borðið hvítloðið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin klukkulaga, legglöng, mörg saman á stöngulendum, bleik eða hvít (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Upprétt, kringlótt hýðisaldin (Lid og Lid 2005).

Válisti

VU (tegund í nokkurri hættu)

Ísland Heimsválisti
VU LC

Forsendur flokkunar

Ljósalyng flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 30 hektarar.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Ljósalyng er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Ljósalyng er á válista í hættuflokki LR (í nokkurri hættu).

Útbreiðsla - Ljósalyng (Andromeda polifolia)
Útbreiðsla: Ljósalyng (Andromeda polifolia)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |