Grænlilja (Orthilia secunda)

Mynd af Grænlilja (Orthilia secunda)
Mynd: Hörður Kristinsson
Grænlilja (Orthilia secunda)

Útbreiðsla

Allvíða, einkum um norðanvert landið og þá sérstaklega í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Skóglendi og innan um lyng (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Fremur lágvaxin jurt (8–15 sm) með grænhvít, bjöllulaga blóm í einhliða klasa. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Laufblöðin egglaga eða oddbaugótt, reglulega smátennt, 1,2–3 sm á lengd og 1–2 á breidd. Lítil (3–5 mm), oddmjó, græn blöð inni á milli laufblaðanna og ofan við þau á stönglinum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru í einhliða, 2–3 sm löngum klasa á stöngulendanum, stilkstutt. Krónan bjöllulaga en klofin nær niður í gegn. Krónublöðin gulgræn eða grænhvít, himnukennd, um 5 mm á lengd. Bikarblöðin örstutt (1–1,5 mm), snubbótt, tennt. Fræflar tíu. Ein fræva með gildvöxnum, dökkum stíl sem stendur út úr blóminu og er lengri en frævan (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst klukkublómi. Grænliljan þekkist á einhliða blómskipan, grænleitri krónu, lengri stíl á aldini og odddregnari og greinilegar tenntum blöðum.

Útbreiðsla - Grænlilja (Orthilia secunda)
Útbreiðsla: Grænlilja (Orthilia secunda)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |