Selvogur

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða og fugla.

Selvogur á Íslandskorti
Selvogur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Úr Selvogi.

Mörk

Selvogur er austarlega á sunnanverðum Reykjanesskaga og  nær svæðið yfir fjörur og grunnsævi, frá Selvogsvita í austri og vestur að Herdísarvíkurhrauni á móts við Hvíthól. Einnig tjarnir vestur af Herdísarvík.

Stærð

6 km2

Hlutfall lands: <1%
Hlutfall fjöru: 41%
Hlutfall sjávar: 58%
Hlutfall fersks vatns: 1%

Svæðislýsing

Næst fjörunni eru víða skerjadrög; fjörubeðurinn er að mestu hraunklappir, sem eru ríkar af fjörupollum, glufum og skorningum, en á köflum er möl og sandur Strandvötn eru við Herdísarvík. Brimasemi er talsverð vestast næst Nesi, en nokkur nær Herdísarvík. Útivist er stunduð á svæðinu og lítilsháttar fjörubeit.

Forsendur fyrir vali

Klóþangsfjörur, fjörupollar, lítilsháttar fjörumór, kræklinga- og sölvaóseyra, auk margvíslegra annarra fjörugerða; grófgerður og úfinn fjörubeðurinn er ríkur skjólsælum glufum, skorningum og fjörupollum sem fóstra auðugt lífríki.

Fjölbreytt fuglalíf, m.a. á fartíma, og nær fjöldi rauðbrystinga sem nýtir svæðið þá alþjóðlegum verndarviðmiðum.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Fjara Fjörumór <0,01 <1
Fjara Fjörupollar* 1,40 14
Fjara Klóþangsfjörur 1,37 2
Fjara Kræklinga- og sölvaóseyrar 0,01 1
*Sérstæð fjörusvæði

Fuglar

Forgangstegundir fugla
Tegund  Árstími  Fjöldi  Ár  % af íslenskum stofni
Rauðbrystingur Far 5.100 1990 1

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Selvogur.

Ógnir  

Vaxandi ferðamennska.          

Aðgerðir til verndar

Tryggja að fjörusvæði verði ekki skert og að umferð ferðamanna verði stýrt um svæðið.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Herdísarvík Friðland
Aðrar náttúruminjar Númer
Stakkavík og Hlíðarvatn í Selvogi 758

Kortasjá

Selvogur í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 2. apríl 2019, 20. maí 2019, 26. maí 2020.