Kræklinga- og sölvaóseyrar

F2.21

EUNIS-flokkun

Nýr flokkur, tillaga. A1.13 Mytilus and Palmaria estuarine shore.

Kræklinga- og sölvaóseyrar
Mynd: Karl Gunnarsson

Kræklinga- og sölvaóseyri við Fossá í Hvalfirði, þakin sölvum og kræklingi. – Estuarine shore in southwestern Iceland covered with Mytilus edulis and Palmaria palmata.

Kræklinga- og sölvaóseyrar
Mynd: Gunnhildur I. Georgsdóttir

Nærmynd af kræklinga- og sölvaóseyri sem er þakin kræklingi og hrúðurkörlum. – Estuarine shore covered with Mytilus edulis and Semibalanus balanoides.

Lýsing

Kræklingur og söl þekja oft óseyrar þar sem selta er tiltölulega há. Kræklingurinn liggur í knippum sem sölin nota sem festu og mikið er af hrúðurkörlum. Óseyrar af þessari gerð hafa aðeins fundist á örfáum stöðum, en þessi vistgerð og útbreiðsla hennar er lítið könnuð.

Fjörubeður

Steinvölur, möl, sandur.

Fuglar

Mikið af æðarfugli og tjaldi sækir í kræklinginn árið um kring.

Líkar vistgerðir

Grýttur sandleir.

Útbreiðsla

Hefur fundist á þremur stöðum: við Fossá í Hvalfirði, við Hvolsá (Salthólmavík) á Skarðsströnd og í Herdísarvík í Selvogi.

Verndargildi

Miðlungs.

Útbreiðslukort kræklinga- og sölvaóseyrar

Þekkt útbreiðsla kræklinga- og sölvaóseyra er minni en 0,1% (0,5 km2) af fjörum landsins. – Mytilus and Palmaria estuarine shores cover less than 0.1% (0.5 km2) of the sea shore.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Bóluþang Fucus vesiculosus Kræklingur Mytilus edulis
Söl Palmaria palmata Hrúðurkarl Semibalanus balanoides
Grænþörungsættkvísl Ulva spp. Doppur Littorina spp.
    Marflær Amphipoda

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, kræklinga- og sölvaóseyrar

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá