Skeiðarársandur

Svæðið er tilnefnt vegna fugla og sela. Það nær að hluta yfir tillögusvæðið Ingólfshöfða, sem tilnefnt er vegna fugla.

Skeiðarársandur á Íslandskorti
Skeiðarársandur, Morsárjökull í baksýn
Mynd: Erling Ólafsson

Skeiðarársandur.

Mörk

Sandurinn milli Skeiðarárjökuls og sjávar. Að sunnanverðu um fjöru frá Núpsvötnum í vestri austur fyrir ósa Skeiðarár. Þaðan upp undir Goðafjall og að norðan liggja mörkin sunnan Háöldu og vestur að Núpsá.

Stærð

761,1 km2

Hlutfall lands: 89%
Hlutfall fjöru: <1%
Hlutfall sjávar: <1%
Hlutfall fersks vatns: 10%

Svæðislýsing

Mikið og yfirleitt gróðurlítið sandflæmi en gróður hefur vaxið mjög á síðari árum, meðal annars er vaxandi birkikjarr á ofanverðum sandinum. Sauðfé er haldið til beitar en selveiðar eru aflagðar. Vaxandi ferðamennska. Selir liggja víða á ströndinni, á sandfjörum og við ósa jökuláa, allt frá Ingólfshöfða í austri til Skaftáróss í vestri.

Forsendur fyrir vali

Eitt helsta skúmavarp landsins og nær það alþjóðlegum verndarviðmiðum. Á svæðinu voru taldir yfir 400 selir á árunum 1980 til 1992 en árið 2017, þegar síðast var talið, voru þar 130 landselir. Á Skeiðarársandi eru jafnframt umfangsmikil útselslátur með 56% af heildarkópaframleiðslu ársins 1988. Þegar síðast var talið voru þar 99 útselskópar en árið 1985 voru taldir 506 kópar.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Skúmur Varp 1.418 1985 8

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fuglasvæðið Skeiðarársandur.

Selir

Tölur eiga við talningasvæði á Suðurströndinni allt frá Ingólfshöfða að Skaftárósum.

Tegund  Lægsti fjöldi* Hæsti fjöldi* Hæsta % af
Suðurlandsstofni 
Hæsta % af
íslenskum stofni
Núverandi % af
íslenskum stofni
Útselur 62 (2012) 506 (1985) 99 (1982) 56,2 (1988) 5,8 (2017)
*Árin 1982–2017
Tegund  Lægsti fjöldi* Hæsti fjöldi* Hæsta % af
Suðurlandsstofni 
Hæsta % af
íslenskum stofni
Núverandi % af
íslenskum stofni
Landselur 30 (2003) 642 (1985) 39,9 (1992) 7,2 (1989) 3,2 (2018)
*Árin 1980–2018

Ógnir  

Mikil aukning ferðamanna á Suðurlandi getur valdið truflun á lífríki.

Aðgerðir til verndar

Kortleggja þarf skúmsvarp á sandinum og huga að umgengnisreglum í kjölfarið. Nauðsynlegt getur verið að stýra umferð ferðamanna um svæðið. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Ingólfshöfði Friðland
Aðrar náttúruminjar Númer
Núpsstaður, Núpsstaðarskógar og Grænalón 701

Kortasjá

Skeiðarársandur í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020, viðbótartillögur um seli gefnar út 3. desember 2020.