Fáskrúðsfjörður

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.

Fáskrúðsfjörður á Íslandskorti
Fáskrúðsfjörður
Mynd: Sunna Björk Ragnarsdóttir

Fáskrúðsfjörður.

Mörk

Fjara á Sævarendaströnd sunnanvert í Fáskrúðsfirði, móts við Merkigil í vestri austur að ósum Selár.

Stærð

0,23 km2

Hlutfall lands: 1%
Hlutfall fjöru: 59%
Hlutfall sjávar: 40%

Svæðislýsing

Fjörubeðurinn innan svæðis er fremur grófgerður og grýttur. Brimasemi er lítil eða nokkur. Æðardúntekja og annar landbúnaður á nærliggjandi jörð.

Forsendur fyrir vali

Nær samfelld klóþangsfjara er á svæðinu, nema á óseyrinni undan Eyrará. Afar lítið er af klóþangsfjörum á Austurlandi.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Fjara Klóþangsfjörur 0,05 <1

Ógnir  

Fiskeldi í sjókvíum.     

Aðgerðir til verndar

Aðlaga nýtingu að vernd vistgerða.

Núverandi vernd

Engin.

Kortasjá

Fáskrúðsfjörður í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.