Klóþangsklungur

F1.35.1

EUNIS-flokkun

A1.3142 Ascophyllum nodosum on full salinity mid eulittoral mixed substrata.

Klóþangsklungur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Klóþangsklungur í Berufirði við norðanverðan Breiðafjörð. – Full salinity mixed substrata shore, dominated by Ascophyllum nodosum, in the Westfjords.

Klóþangsklungur
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Klóþangsklungur í Reykhólasveit. – Full salinity mixed substrata shores, dominated by Ascophyllum nodosum, in western Iceland.

Lýsing

Klóþang er ríkjandi á föstu undirlagi en umhverfis eða inn á milli eru allstórir flákar af fíngerðara seti, oftast leir, þar sem sandmaðkur er algengur. Hlutfallið milli klappa og sets getur verið breytilegt en skiptist oft til helminga. Yfirleitt frekar lítil brimasemi þar sem klóþang þrífst best í skjóli ásamt því að leir safnast frekar fyrir í stilltum aðstæðum. Agnar Ingólfsson (1976) lýsti þessari vistgerð sem „klettagangar með leiruskikum inn á milli“.

Fjörubeður

Klappir, sandur, leir.

Fuglar

Mjög mikilvæg fæðusvæði fugla, einkum fyrir æðarfugl, stokkönd og vaðfugla á borð við sendling, stelk, lóuþræl og tildru. Lykilbúsvæði fyrir rauðbrysting.

Líkar vistgerðir

Klóþangsfjörur, leirur og setfjörur.

Útbreiðsla

Aðallega á Vestur- og Norðvesturlandi, sérstaklega í Breiðafirði.

Verndargildi

Mjög hátt.

Útbreiðslukort klóþangsklungur

Þekkt útbreiðsla klóþangsklungurs er um 13% (128 km2) af fjörum landsins. – Full salinity mixed substrata shores, dominated by Ascophyllum nodosum, cover about 13% (128 km2) of the coast.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Klóþang Ascophyllum nodosum Doppur Littorina spp.
Klapparþang Fucus spiralis Sandmaðkur Arenicola marina
Skúfþang Fucus distichus Sandskel Mya arenaria
Bóluþang Fucus vesiculosus Hrúðurkarl Semibalanus balanoides
Kólgugrös Devaleraea ramentacea Kræklingur Mytilus edulis
Sjóarkræða Mastocarpus stellatus Nákuðungur Nucella lapillus
Söl Palmaria palmata Ánar Oligochaeta
Steinskúfur Cladophora rupestris Marflær Amphipoda
Grænþörungaættkvísl Ulva spp. Mottumaðkur Fabricia stellaris
    Burstaormar Polychaeta

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, klóþangsklungur

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá

 

Heimildir

Agnar Ingólfsson 1976. Forkönnun á lífríki Gilsfjarðar, Þorskafjarðar, Djúpafjarðar, Gufufjarðar og nærliggjandi fjarða. Líffræðistofnun Háskólans 8: 51 bls.