Víðimelavist

L1.4

Eunis-flokkun

H5.2 Glacial moraines with very sparse or no veg­etation.

Víðimelavist
Mynd: Sigurður H. Magnússon

Víðimelavist í Desjarárdal austan við Fremri-Kárahnjúk á Vesturöræfum. Allvel gróinn melur. Talsverð þekja er af lífrænni jarðvegsskán og melagambra. Ríkjandi æðplöntutegundir eru móasef og grasvíðir. Gróðursnið KME12.  – Willow-rich glacial moraines with very sparse or no vegetation, in eastern highlands.

Víðimelavist
Mynd: Sigurður H. Magnússon

Víðimelavist vestan við Illviðrahnjúka á Hofsafrétti. Lítt gróinn melur. Ríkjandi æðplöntutegundir eru grasvíðir, blóðberg og kornsúra. Gróðursnið HSD17. – Willow-rich glacial moraines with very sparse or no vegetation, in northern highlands.

Lýsing

Allvel grónir, nokkuð grýttir, fremur þurrir melar á heiðum og til fjalla, einkum á landi sem farið er nokkuð að gróa. Yfirborð er yfirleitt stöðugt og sandfok lítið. Gróður er mjög lágvaxinn. Þekja æðplantna, mosa og lífrænnar jarðvegsskánar er svipuð en fléttuþekja frekar lítil.

Plöntur

Vistgerðin er miðlungi rík af æðplöntutegundum, fremur fátæk af mosum en fremur rík af fléttum. Af æðplöntum er mest um grasvíði (Salix herbacea), túnvingul (Festuca rubra subsp. richardsonii) og holtasóley (Dryas octopetala). Algengastir mosa eru melagambri (Racomitrium ericoides), hraungambri (R. lanuginosum) og holtasóti (Andreaea rupestris) en algengustu fléttur eru fölvakarta (Porpidia melinodes), vikurbreyskja (Stereocaulon arcticum) og dvergkarta (Tremolecia atrata).

Jarðvegur

Er miðlungs þykkur, flokkast sem melajörð og sandjörð, er með frekar lágt kolefnisinnihald en sýrustig fremur hátt.

Fuglar

Fábreytt fuglalíf og strjált varp, stöku snjótittlingar (Plectrophenax nivalis), sendlingar (Calidris maritima) og heiðlóur (Pluvialis apricaria).

Líkar vistgerðir

Melagambravist.

Útbreiðsla

Útbreidd á miðhálendinu og til fjalla á Vestfjörðum og Austfjörðum. Finnst einkum þar sem land er nokkuð grýtt og yfirborð stöðugt.

Verndargildi

Lágt.

Víðimelavist

Víðimelavist er mjög útbreidd en hún finnst í 52% landsreita. Flatarmál hennar reiknast um 2.700 km2, óvissa er nokkur, einkum milli líkra vistgerða. – The habitat type is very common in Iceland and is found within 52% of all grid squares. Its total area is estimated 2,700 km2.

Gróðurþekja, tegundafjöldi, raki, ríkjandi tegundir og fleiri tölulegar upplýsingar í víðimelavist

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).

Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.

Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Opna í kortasjá