Varpútbreiðsla íslenskra fugla

Tímamörk

Langtímaverkefni. Verkefnið hófst í samstarfi við áhugamenn árið 1987 með svæðisbundnum könnunum á Suðvesturlandi og í Strandasýslu. Unnið var kerfisbundið að skráningu varpfugla víða um land 1994–1997 en síðan hefur nýrra gagna nær eingöngu verið aflað í tengslum við önnur verkefni.

Samstarfsaðilar

Fuglaáhugamenn og fuglaverndarfélög.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Markmið verkefnisins er að kortleggja útbreiðslu íslenskra varpfugla, skv. 10×10 km reitakerfi. Jafnframt að afla upplýsinga um varpstöðvar strjálla fugla, sjófuglabyggðir og meta þéttleika valinna tegunda.

Nánari upplýsingar

Varpfuglar

Samantekt niðurstaðna

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Borgný Katrínardóttir, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage 2016. Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi. Fjölrit Náttúrufræðistofnunar Íslands nr. 55. 295 bls.

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Gunnlaugur Pétursson og Jóhann Óli Hilmarsson 1994. Útbreiðsla varpfugla á Suðvesturlandi. Könnun 1987–1992 (pdf, 2,3 MB). Fjölrit Náttúrufræðistofnunar nr. 25. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Tengiliður

Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur.