Malarstrandarvist

L7.2

Eunis-flokkun

B2.3 Upper shingle beaches with open vegetation.

Malarstrandarvist
Mynd: Starri Heiðmarsson

Malarstrandarvist við Sigurðarstaði á Melrakkasléttu. Eina æðplöntutegundin sem fannst á sniðinu var fjöruarfi. Gróðursnið MS-066-02. – Upper shingle beach with open vegetation in northeastern Iceland.

Malarstrandarvist
Mynd: Starri Heiðmarsson

Malarstrandarvist norðvestan við Sigurðarstaði á Melrakkasléttu. Helstu æðplöntutegundir eru vallarsveifgras, túnvingull og kattartunga. Gróðursnið MS-066-03. – Upper shingle beach with open vegetation in northeastern Iceland.

Lýsing

Lítt grónir malar- og grjótkambar við sjó. Vistgerðin finnst einkum við víkur og voga þar sem sjór hefur kastað upp sandi, möl og grjóti. Vegna sjávargangs er yfirborð mjög óstöðugt og gróður undir miklum áhrifum frá sjó. Yfirborð er mjög grýtt, gróður strjáll eða í smábreiðum, lágvaxinn og mjög fábreyttur. Hann samanstendur aðallega af æðplöntum en mosar og fléttur finnast aðeins í mjög litlum mæli.

Plöntur

Vistgerðin er mjög fátæk af tegundum og einkennist af saltþolnum strandplöntum. Ríkjandi tegundir æðplantna eru vallarsveifgras (Poa pratensis), fjöruarfi (Honckenya peploides), túnvingull (Festuca rubra ssp. richardsonii) og hrímblaðka (Atriplex glabriuscula). Af mosum finnast helst ­hæruskrúfur (Syntrichia ruralis) og ögurmosi (Ulota phyllantha) en af fléttum fjörudoppa (Amandinea coniops).

Jarðvegur

Klapparjörð og sandjörð eru ríkjandi, jarðvegur er grunnur.

Fuglar

Nokkurt fuglalíf, sandlóa (Charadrius hiaticula), tjaldur (Heamatopus ostralegus), kría (Sterna paradisaea), æðarfugl (Somateria mollissima).

Líkar vistgerðir

Sandstrandarvist.

Útbreiðsla

Allvíða með sjávarströndum, algengust með norðurströnd landsins, síst við suðurströndina þar sem sandfjörur ríkja.

Verndargildi

Miðlungs. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Malarstrandarvist

Malarstrandarvist er fágæt en hún finnst í 4% landsreita. Flatarmál hennar reiknast innan við 20 km2, óvissa allmikil. – The habitat type is rare in Iceland and is found within 4% of all grid squares. Its total area is estimated 20 km2.

Gróðurþekja, tegundafjöldi, raki, ríkjandi tegundir og fleiri tölulegar upplýsingar í malarstrandarvist

Gróðurþekja æðplantna, mosa og fléttna. Sýnd eru meðaltöl fyrir heildarþekju og þekju ±staðalskekkja. Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn allra vistgerða á landi. – Average total % cover of all plant groups (Heild), vascular plants (Æðplöntur), bryophytes (Mosar) and lichens (Fléttur), shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Tegundafjöldi á sniðum. Sýnd eru meðaltöl fyrir fjölda tegunda æðplanta, mosa og fléttna ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Grænar súlur sýna spönn fyrir allar vistgerðir. – Average species richness of vascular plants, bryophytes and lichens, shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Raki í jarðvegi. Sýnd er tíðni rakaflokka; forblautt, blautt, deigt og þurrt. Innan sviga er fjöldi mælinga. – Soil moisture classes %, n within brackets; classes are Very wet (Forblautt), Wet (Blautt), Moist (Deigt) and Dry (Þurrt).

Ríkjandi tegundir og tegundahópar í vistgerðinni. Sýnd er þekja og röð. – Order and % cover of dominant species.

Ýmsar niðurstöður: Gróðurhæð (Gh); Jarðvegsþykkt (Jþ); Kolefni í jarðvegi (C%); Sýrustig í jarðvegi (pH); Halli lands (H); Grýtniþekja (Gr). Sýnd eru meðaltöl ±staðalskekkja (lóðrétt strik). Innan sviga er fjöldi mælinga. Skyggðar súlur sýna spönn viðkomandi breytu fyrir allar vistgerðir. – Various results: Average vegetation height (Gh) and soil depth (Jþ), soil carbon (C%) and pH, land slope (H) and surface rocks (Gr) shown with lines and numbers ± s.e., n within brackets; bars indicate range for all habitat types.

Opna í kortasjá