Gulþörungaleirur

F2.34

EUNIS-flokkun

A2.323 Tubificoides benedii and other oligochaetes in littoral mud.

Gulþörungaleirur
Mynd: Karl Gunnarsson

Gulþörungur í blóma á yfirborði leiru. – Vaucheria dominated littoral mud shore.

Gulþörungaleirur
Mynd: Karl Gunnarsson

Gulþörungur í blóma á yfirborði leiru. – Vaucheria dominated littoral mud shore.

Lýsing

Gulþörungaleira einkennist af gulþörungum (Vaucheria spp.). Á haustin þroskast dvalargró sem lifna við á vorin og mynda gróðurþekju sem lítur út eins og þunn, dökkgræn motta á yfirborði leirsins seinni hluta sumars. Á leirum eru gjarnan kjöraðstæður fyrir þörunginn þar sem nokkuð er af áburðarríku lífrænu efni í setinu. Gulþörungaleirur eru oftast í mjög skjólsælum fjörum, innst í fjörðum og víkum, þar sem ferskvatnsáhrifa gætir. Undirlagið er fínn leir og stutt er niður á súrefnissnautt lag. Yfirleitt er lítið af dýrum í þessum leirum og lífríkið samanstendur nær eingöngu af gulþörungum, ánum og rykmýslirfum. Vistgerðin hefur lítið verið rannsökuð hér á landi.

Fjörubeður

Leir (fínn).

Fuglar

Fuglalíf ekki kannað, væntanlega leita lóuþrælar, sandlóur og fleiri fuglar í leirumý og ána sem hér er að finna.

Líkar vistgerðir

Skeraleirur, marhálmsgræður.

Útbreiðsla

Á mjög skjólsælum stöðum, t.d. við Faxaflóa, Breiðafjörð, Borgarvog og Djúpafjörð.

Verndargildi

Miðlungs.

Útbreiðslukort gulþörungaleirur

Þekktar gulþörungaleirur eru ekki víða og þær þekja minna en 1% (2 km2) af fjörum landsins. – Littoral muds, dominated by Vaucheria, are not extensive and they cover less than 1% (2 km2) of the shores of Iceland.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Gulþörungur Vaucheria spp. Rykmýslirfur Chironomidae
    Ánar Oligochaeta

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, gulþörungaleirur

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá