Æðplöntustraumvötn

V2.6

EUNIS-flokkun

Nýr flokkur, tillaga. C2.35 Oligotrophic vegetation of slow-flowing rivers.

Æðplöntustraumvötn
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Grasnykra og síkjamari í Gljúfurá þar sem hún rennur út í Norðurá í Borgarfirði. Gljúfurá er víða mjög gróðurrík. – Potamogeton gramineus and Myriophyllum alterniflorum are found in abundance in a river in western Iceland.

Æðplöntustraumvötn
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Úlfarsá við Vesturlandsveg í Reykjavík. Í lygnum í ánni vex grasnykra og fjallnykra í ríkulegu magni. Aðrar tegundir eins og síkjamari, þráðnykra og vorbrúða vaxa einnig á árbotninum. – A river in southwestern Iceland that has slow flowing areas (laminar flow) with Potamogeton gramineus, P. alpinus, Myriophyllum alterniflorum, Stuckenia filiformis and Callitriche palustris in abundance.

Lýsing

Kaflar í vatnsmiklum ám þar sem æðplöntur eru ríkjandi. Dæmigerðar eru lygnur í ám. Undirlendi er nokkurt, landhalli og straumhraði fremur lítill. Árbotninn er þakinn fíngerðu seti sem er ákjósanlegt undirlag fyrir æðplöntur. Lagstreymi er ríkjandi.

Vatnagróður

Gróðurþekja og fjöldi tegunda er yfirleitt þó nokkur. Einkennistegundir sem gjarnan mynda þéttar breiður eru síkjamari (Myriophyllum alterniflorum), þráðnykra (Stuckenia filiformis) og grasnykra (Potamogeton gramineus). Jafnframt eru fjallnykra (P. alpinus) og lónasóley algengar (Ranunculus confervoides).

Botngerð

Mjúkt og oft sendið vatnaset.

Efnafræðilegir þættir

Rafleiðni er iðulega 58–175 µS/cm og sýrustig (pH) 7,5–9.

Miðlunargerð vatnasviðs

Einkum votlendismiðlun á hálendi (3100), jarðvegs- og setmiðlun á hálendi (3200) og jarðvegsmiðlun á láglendi (3400).

Fuglar

Sums staðar mikið af álft (Cygnus cygnus) og rauðhöfða (Anas penelope).

Útbreiðsla

Finnst í vatnsmiklum ám, einkum á flatlendi, t.d. í Borgarfjarðardölum, í Víðidal og Vatnsdal í Húnavatnssýslu, undirlendi Skagafjarðar og í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu. Kemur fyrir bæði á ungum og gömlum berggrunni.

Verndargildi

Mjög hátt.

Útbreiðslukort æðplöntustraumvötn

Útbreiðsla æðplöntustraumvatna. Lengd þeirra er um 90 km sem er um 0,21% af heildarlengd straumvatna. Æðplöntustraumvötn er helst að finna í vatnsmiklum lygnum ám á láglendi þar sem landhalli er lítill. – Slow-flowing rivers with oligotrophic vegetation are found in flatland areas in the lowland. Their total length (km) is estimated 90 km which is 0.21% of the total length of rivers.

Algengustu tegundir gróðurs – Most common vegetation species %
Þráðnykra Stuckenia filiformis 100
Grasnykra Potamogeton gramineus 83
Síkjamari Myriophyllum alterniflorum 83
Fjallnykra Potamogeton alpinus 67
Lónasóley Batrachium eradicatum 50
Skriðlíngresi Agrostis stolonifera 50
Fergin Equisetum fluviatile 33
Flagasóley Ranunculus reptans 33
Síkjabrúða Callitriche hamulata 33
Ármosi Fontinalis antipyretica 33
Alurt Subularia aquatica 17
Efjuskúfur Eleocharis acicularis 17
Hjartanykra Potamogeton perfoliatus 17
Langnykra Potamogeton praelongus 17
Smánykra Potamogeton berchtoldii 17
Vatnsnál Eleocharis palustris 17
Vorbrúða Callitriche palustris 17
Vatna-/tjarnanál Nitella flexilis/opaca 17
Kelduskrápur Palustriella falcata 17
Lækjalúði Hygrohypnum ochraceum 17
Ógr. mosar Bryophyta 17

Opna í kortasjá