31. október 2018. Hreinn Óskarsson og Björn Traustason: 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu

Birkiskógar og kjarr hafa breiðst út á Þórsmerkursvæðinu á síðustu árum. Hefur flatarmál skóga fjórfaldast síðan 1960.
Mynd: Hreinn Óskarsson

Birkiskógar og kjarr hafa breiðst út á Þórsmerkursvæðinu á síðustu árum. Hefur flatarmál skóga fjórfaldast síðan 1960.

Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Skógræktinni flytur erindið „100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 31. október 2018 kl. 15:15. Meðhöfundur hans að erindinu er Björn Traustason landfræðingur hjá Skógræktinni.

Skógræktin hefur haft Þórsmörk og Goðaland til umsjónar síðan árið 1920. Þá afsöluðu bændur í Fljótshlíð og kirkjurnar í Odda og Breiðabólstað sér beitarrétti á svæðinu. Svæðið var áður fyrr þakið birkiskógum en eftir aldalanga beit og skógarhögg voru skógar á svæðinu nær horfnir. Eftir nær aldarlanga umsjá Skógræktarinnar hefur flatarmál birkiskóga margfaldast á svæðinu og hafa skógarnir hækkað og þéttst. Í erindinu verður fjallað um útbreiðslu birkiskóganna, uppgræðsluaðgerðir og sögu beitarfriðunar á svæðinu. 

Fyrirlesturinn á Youtube

Hreinn Óskarsson, annar höfundur erindis á Hrafnaþingi um 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu

Hreinn Óskarsson.

Björn Traustason, annar höfundur erindis á Hrafnaþingi um 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu

Björn Traustason.