Rauðburi (Sphagnum warnstorfii)

Mynd af Rauðburi (Sphagnum warnstorfii)
Mynd: Hörður Kristinsson
Rauðburi (Sphagnum warnstorfii)

Útbreiðsla

Finnst víða um land, síst þó á Suðurlandi og Norðausturlandi (Bergþór Jóhannsson 1989).

Búsvæði

Vex í mýrum, við ár og læki og í jarðhita. Vex einnig í rökum fjallshlíðum, röku kjarrlendi, lyngbrekkum, víðibrekkum, rökum snjódældarsvæðum og rökum hraunbollum (Bergþór Jóhannsson 1989).

Lýsing

Fíngerður og oftast smávaxinn. Næstum alltaf eitthvað rauðleitur, oft allur rauður eða rauðfjólublár. Greinar mjókka fremst (Bergþór Jóhannsson 1989).

Gróliður

Fíngerður og oftast smávaxinn en getur verið nokkuð hár, oft um 10 sm. Næstum alltaf eitthvað rauðleitur, oft allur rauður eða rauðfjólublár en getur þó verið allur grænn eða gulleitur. Stöngull oftast rauðfjólublár eða rauður, stundum gulleitur. Langoftast eru fjórar greinar í knippi, tvær útstæðar og tvær aðlægar. Munur á útstæðum og aðlægum greinum áberandi. Greinar mjókka fremst. Fyrir kemur að greinar séu aðeins þrjár í knippi og þá aðeins ein aðlæg og örsjaldan kemur fyrir að útstæðar greinar séu þrjár og ein aðlæg. Greinablöð oftast greinilega í fimm röðum á greinunum. Þetta er einkum áberandi á efri greinunum og meira áberandi þegar plantan er þurr en þegar hún er rök. Greinablöð oftast rétt yfir 1 mm, ná sjaldan 1,5 mm lengd, egglaga eða egglensulaga (Bergþór Jóhannsson 1989).

Kynliður

Hefur ekki fundist með gróhirslum hér á landi (Bergþór Jóhannsson 1989).

Frumur

Ystu tvö til fjögur frumulög stönguls úr stórum, litlausum frumum, vel aðgreind frá innri frumulögum. Litlausar frumur í ysta lagi ekki með götum. Litlausar frumur í framhluta blaða eru frekar smáar (Bergþór Jóhannsson 1989).

Útbreiðsla - Rauðburi (Sphagnum warnstorfii)
Útbreiðsla: Rauðburi (Sphagnum warnstorfii)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |