Gráhaddur (Polytrichum piliferum)

Mynd af Gráhaddur (Polytrichum piliferum)
Mynd: Hörður Kristinsson
Gráhaddur (Polytrichum piliferum)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum en þó lítið á Suður- og Norðurlandi (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Búsvæði

Vex oftast í þurrum sandjarðvegi, á jarðvegsöktum steinum, melum, þurrum móbergsklettum, klapparholtum, í hraunum og urðum, en einnig á moldarjarðvegi, í börðum og þurrum brekkum og skurðbökkum (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Lýsing

Stöngull uppréttur, 1-5 sm. Gróhirsla ferhyrnd með skörpum brúnum. Hetta ljósbrún (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Gróliður

Stöngull uppréttur, 1-5 sm, ógreindur, afar sjaldan kvíslgreindur. Neðri hluti stönguls blaðlaus. Blöð þéttstæð á efri hluta eða efsta hluta stönguls. Blöð oftast 3-4 mm án hárodds, 4-6 mm með hároddi. Blöðin mjókka nokkuð snögglega frá egglaga slíðri fram í lensulaga framhluta. Slíðurrönd litlaus. Framhluti blaðs mjókkar nokkuð snöggt fram í hárodd sem myndaður er af rifinu. Oddur litlaus og tenntur, getur verið brúnn allra neðst, 1-3 mm. Rif slétt á bakhlið (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Kynliður

Alloft með gróhirslum. Stilkur 1-2 sm, brúnn, uppréttur. Gróhirsla upprétt meðan hún er ung en verður lárétt þegar hún er fullþroskuð. Lengd gróhirslu greinilega meiri en breidd. Gróhirsla ferhyrnd með skörpum brúnum. Kragi greinilegur. Djúp skora milli kraga og gróhirslu. Lok með trjónu. Hetta ljósbrún. Kranstennur 64, hvítleitar, snubbóttar (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Frumur

Frumur í slíðri gular, ferhyrndar, þunnveggja, styttri og breiðari en hjá skyldum tegundum (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Útbreiðsla - Gráhaddur (Polytrichum piliferum)
Útbreiðsla: Gráhaddur (Polytrichum piliferum)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |