Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)

Mynd af Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)
Mynd: Hörður Kristinsson
Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)
Mynd af Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)
Mynd: Hörður Kristinsson
Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)
Mynd af Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)
Mynd: Hörður Kristinsson
Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)

Útbreiðsla

Finnst í öllum landshlutum (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Búsvæði

Vex í snjódældum og hraungjótum, alltaf þar sem snjór liggur langt fram á vor (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Lýsing

Stöngull 1-10 sm, plöntur dökkgrænar eða brúnleitar. Blöð 2-7 mm, ekki sérlega þétt á stöngli (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Gróliður

Stöngull 1-10 sm, oftast uppréttur en getur legið niðri. Plöntur dökkgrænar eða brúnleitar. Stöngull oftast ógreindur en getur verið kvíslgreindur, blaðlaus neðst og rætlingar ekki áberandi. Neðstu blöð smá. Blöð ekki sérlega þétt á stöngli. Blöð 2-7 mm. Slíður breitt. Blöð mjókka snögglega frá slíðri fram í mjóan framhluta sem er rennulaga, jafnvel rörlaga á þurrum blöðum. Blöð heilrend eða með örfáum tönnum rétt neðan við blaðenda. Tennur smáar, úr einni lítilli frumu. Blaðendi hettulaga og snubbóttur eða með stuttum, brúnum broddi sem myndaður er af rifinu. Rif endar stundum með blöðku en myndar stundum stuttan, tenntan eða ótenntan brodd fram úr blöðkunni (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Kynliður

Oft með gróhirslum. Stilkur uppréttur, oftast gulur ofan til en rauðgulur neðan til, 1,3-3 sm, oftast um 2 sm. Gróhirsla oft upprétt eða lítillega álút en verður oftast nokkurn veginn lárétt með aldrinum. Gróhirsla oftast langegglaga en getur verið styttri, jafnvel næstum kúlulaga. Gróhirsla fimmhyrnd eða sexhyrnd með skörpum brúnum, sjaldan ferhyrnd. Á smávöxnum eintökum geta gróhirslur verið næstum sívalar. Gróhirsla mjókkar ekki mikið fremst, þannig að gróhirsluopið er frekar breitt. Lok með langri boginni trjónu. Hetta brún (Bergþór Jóhannsson 1990a).

Útbreiðsla - Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)
Útbreiðsla: Snæhaddur (Polytrichum sexangulare)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |