Mýramaðra (Galium palustre)

Mynd af Mýramaðra (Galium palustre)
Mynd: Hörður Kristinsson
Mýramaðra (Galium palustre)

Útbreiðsla

Afar sjaldgæf tegund á Íslandi, hefur aðeins fundist á tveimur stöðum í Flóanum. Ekki er ljóst hversu lengi hún hefur verið í landinu, gæti hugsanlega hafa borist hingað á síðari öldum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Blautar mýrar.

Lýsing

Smávaxin planta (10–40 sm) með hvítum, fjórdeildum blómum og fjórblaða kransi.

Blað

Fjögur til sex blöð í kransi. Blöðin með einum aðalstreng eftir miðju (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Blóm

Blómin oftar fjórdeild en þrídeild, hvít á lit (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Greining

Minnir einkum á þrenningarmöðru en er þó töluvert stærri, með fjögur til sex blöð í kransi og með hvítum, oftar fjórdeildum en þrídeildum blómum. Þekkist frá krossmöðru á blöðunum sem eru með einum aðalstreng eftir miðju laufblaðinu.

Válisti

CR (tegund í bráðri hættu)

Ísland Heimsválisti
CR LC

Forsendur flokkunar

Stofn mýramöðru er mjög lítill, einungis eru þekktir tveir fundarstaðir hennar og virðist hún horfin af öðrum þeirra og útbreiðslusvæði hennar er afar lítið.

Viðmið IUCN: B1; B2b(ii,iii,v); C2a(i); D

B1. Útbreiðsla áætluð minni en 100 km2
B2. Dvalar- eða vaxtarsvæði áætlað minna en 10 km2 og mat bendir til að
b. Stofn hefur sífellt minnkað samkvæmt athugun, ályktun eða áætlun eftirfarandi þátta;
(ii) dvalar- eða vaxtarsvæðis,
(iii) stærðar, umfangs og/eða gæða búsvæðis,
(v) fjölda fullþroska einstaklinga.

C. Stofn talinn minni en 250 fullþroska einstaklingar og
C2. Fullþroska einstaklingum hefur fækkað samfellt samkvæmt athugun, áætlun eða ályktun OG
(a) Stofngerð þannig að;
(i) enginn undirstofn sé talinn stærri en 50 fullþroska einstaklingar.

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Mýramaðra er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Válisti 1996: Mýramaðra er á válista í hættuflokki CR (í bráðri hættu).

Verndun

Útbreiðsla - Mýramaðra (Galium palustre)
Útbreiðsla: Mýramaðra (Galium palustre)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |