Bakkaaugnfró (Euphrasia arctica)

Mynd af Bakkaaugnfró (Euphrasia arctica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Bakkaaugnfró (Euphrasia arctica)
Mynd af Bakkaaugnfró (Euphrasia arctica)
Mynd: Hörður Kristinsson
Bakkaaugnfró (Euphrasia arctica)

Útbreiðsla

Afar sjaldgæf (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin jurt (5–15 sm) með stutta stöngulliði og nær alveg fjólublá blóm við fjórða til áttunda blaðpar.

Blað

Stöngull ógreindur eða mikið greindur, stuttir stöngulliðir. Blöð hárlaus eða nokkuð kirtilhærð. Neðsta stoðblað oftast stærra en hin venjulegu sem ofar eru (Lid og Lid 2005).

Blóm

Neðstu blómin sitja við fjórða til áttunda blaðpar (Lid og Lid 2005). Blómin 8–9 mm á lengd, nær alveg fjólublá. Bikarinn nær eingöngu með kirtilhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist augnfró en blómin eru nær alveg fjólublá og bikarinn ásamt efstu laufblöðunum nær eingöngu með kirtilhárum, blómin einnig heldur stærri, 8–9 mm á lengd.

Útbreiðsla - Bakkaaugnfró (Euphrasia arctica)
Útbreiðsla: Bakkaaugnfró (Euphrasia arctica)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |