Hvannabobbaætt (Vitrinidae)

Almennt

Fjöldi tegunda í heiminum liggur ekki fyrir en í Evrópu eru tæplega 60 tegundir skráðar. Ættin er ekki auðveld viðureignar.

Sniglarnir eru smávaxnir, með brúnleitan afar þunnan kuðung, sem er gegnsær og viðkvæmur. Tegundirnar í ættinni eru að þróast í átt til skellausra snigla. Þó sumir komist enn fyrir inni í kuðungnum þá á það ekki við um allar tegundir. Þessi þróun sést á ýmsum stigum. Hjá sumum er kuðungurinn farinn að sökkva ofan í kápuna að framanverðu. Aðrir eru lengra komnir og bera á baki sínu lítinn kuðung með færri vindingum sem merki um það sem áður var. Einnig eru dæmi um að skel sé alveg horfin af yfirborðinu. Eins og flestar tegundir smávaxinna snigla með viðkvæmri skel halda þessar sig í röku umhverfi.

Á Íslandi finnst ein tegund þessarar ættar. Hún er um land allt og má teljast vera algengasti landsnigillinn hér á landi.

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |