Kúðafljót

Svæðið er tilnefnt vegna sela.

Kúðafljót  á Íslandskorti
Ungur útselur við norðurtanga
Mynd: Erling Ólafsson

Landselur.

Mörk

Svæðið nær yfir ósa Kúðafljóts ásamt 1 km fjöru til austurs og vesturs, eftir því sem árfarvegur er hverju sinni.

Stærð

44,3 km2

Hlutfall lands: 60%
Hlutfall fjöru: 2%
Hlutfall sjávar: 16%
Hlutfall fersks vatns: 22%

Svæðislýsing

Kúðafljót er meðal stærstu jökuláa landsins en um er að ræða neðsta hluta fjölda vatnsfalla sem runnið hafa saman og eiga uppruna sinn í jökul- og lindám af stóru vatnasvæði á Suðurlandi. Við ósa Kúðafljóts, sem rennur til sjávar á Meðallandssandi, eru umfangsmikil landselslátur.

Forsendur fyrir vali

Allt að 26% af landselum Suðurlands og 5% af heildarstofninum liggja í látrum við ósa Kúðafljóts. Landsel hefur fækkað um 56,4% á svæðinu frá 1980.

Selir

Tegund  Lægsti fjöldi* Hæsti fjöldi* Hæsta % af
Suðurlandsstofni 
Hæsta % af
íslenskum stofni
Núverandi % af
íslenskum stofni
Landselur 87 (2016)** 372 (1990) 25,7 (1990)* 5 (1990) 2,8 (2018)
*Árin 1980–2018
**Ekki er talið að talningarárið 2014 sé marktækt og því er það ár ekki skráð fyrir minnsta fjölda eða hæsta hlutfall.

Ógnir

Mikil aukning ferðamanna á Suðurlandi getur valdið truflun sela í látrum.

Aðgerðir til verndar

Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram. Nauðsynlegt getur verið að stýra umferð ferðamanna um svæðið.

Núverandi vernd

Engin.

Kortasjá

Kúðafljót í kortasjá

Útgáfudagsetning

3. desember 2020.