Bjartmáfur (Larus glaucoides)

Bjartmáfur (Larus glaucoides)
Mynd: Daníel Bergmann

Bjartmáfur (Larus glaucoides).

Bjartmáfur, ungfugl (Larus glaucoides)
Mynd: Daníel Bergmann

Bjartmáfur, ungfugl (Larus glaucoides).

Vísitala bjartmáfs í vetrarfuglatalningum

Vísitala bjartmáfs í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunar Íslands 1952-2014 samkvæmt TRIM-aðferðinni. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á hvern km strandar (eða á talningarstað inn til landsins) á öllum talningarsvæðum. Græn lína sýnir 5 ára keðjumeðaltal með með staðalfrávikum. – Annual population index of Larus glaucoides in Iceland,1952−2014, based on mid-winter counts. Analysed with TRIM and depicting 5-year mean and standard error (IINH, unpublished data).

Útbreiðsla

Reglulegur vetrargestur og eru tvær deilitegundir árvissar hér, Larus glaucoides glaucoides frá Grænlandi, sem er miklu algengari, og Larus glaucoides kumlini sem kemur frá Kanada. 

Stofn

Þúsundir fugla sjást hér í vetrarfuglatalningum en örðugt getur verið að greina sundur hvítmáf og bjartmáf á löngu færi. Safnast stundum í þúsundatali, t.d. á Eyrarbakka á loðnuárunum og eins í Kolgrafarfirði meðan síld hafði þar vetursetu fyrir nokkrum árum. Að öðru leyti virðist erfitt að afmarka mikilvæg svæði fyrir þessa tegund. 

Válisti

LC (ekki í hættu)

Ísland Evrópuválisti Heimsválisti
LC LC LC

Forsendur flokkunar

Kynslóðalengd (IUCN): 11,6 ár
Tímabil sem mat miðast við (3 kynslóðir): 1979-2014

Vetrarfuglavístölur Náttúrufræðistofnunar benda til nokkuð samfelldrar fjölgunar bjartmáfs hér við land frá 1960 og er hann ekki talinn í hættu (LC) (sjá graf).

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2000: Bjartmáfur var ekki í hættu (LC).

Verndun

Bjartmáfur er friðaður samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mikilvæg svæði

IBA viðmið – IBA criteria:

A4 i: N-Atlantshaf (glaucoides) = 1.950 fuglar/birds ­(Wetlands International 2016)

B1 i: A4 i

English summary

Larus glaucoides is a common winter visitor in Iceland. No IBAs are designated for this species.

Icelandic Red list 2018: Least concern (LC) as in 2000.

Heimildir

Wetlands International 2016. Waterbird Population Estimates. http://wpe.wetlands.org/search[skoðað 26. nóvember 2016].

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |