Ölfusforir–Ölfusárós

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi. Það er að hluta innan tillögusvæðisins Stokkseyri–Eyrarbakki, sem tilnefnt er vegna fjöruvistgerða, fugla og sela.

Ölfusforir-Ölfusós á Íslandskorti
Friðlandið í Flóa
Mynd: Borgþór Magnússon

Friðlandið í Flóa.

Mörk

Ölfusárós og nærsvæði hans beggja vegna Ölfusár, frá sjó og upp um Ölfusforir að Kröggólfsstöðum og Þúfu. Vesturmörk frá sjó og yfir sandhrygginn, fylgir síðan ósnum upp að Grímslæk, upp eftir læknum í meginskurð sem sker landið neðan bæja allt austur í Varmá og upp með henni að Þúfu. Þaðan yfir mýrina eftir skurðum til suðausturs í Gljúfurá og niður hana og skurði til Ölfusár austan Ósagerðis. Þá yfir ána og krókaleiðir eftir skurðum um Friðlandið í Flóa, 1 – 2 km austan Ölfusáróss, niður til sjávar vestan Eyrarbakka.

Stærð

55,2 km2

Hlutfall lands: 53%
Hlutfall fjöru: 39%
Hlutfall sjávar: <1%
Hlutfall fersks vatns: 7%

Svæðislýsing

Ölfusárós og neðsti hluti árinnar með hólmum og eyjum. Mjög frjósamar en raskaðar tjarnaríkar mýrar (framræsla), flæðiengi með ám og lækjum beggja vegna Ölfusár og upp til Ölfusfora. Við ströndina eru víðáttumikill árós og strandsvæði með sandöldum. Mjög fjölbreytt svæði með miklu fuglalífi, lax og silungur. Landbúnaður er á svæðinu og beit búfjár, fisk- og fuglaveiðar, æðardúntekja og útivist.

Forsendur fyrir vali

Eitt stærsta og frjósamasta votlendissvæði landsins með mjög gróskumiklum mýrum og flæðiengjum. Forgangslandvistgerðir er gulstararflóavist.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Gulstararflóavist 5,23 3

Ógnir  

Framræsla, mannvirkjagerð, hrossabeit, mengun frá svæðum ofar við ána

Aðgerðir til verndar

Ekki verði ráðist í meiri framræslu innan svæðisins, endurheimt votlendis þar sem landnýting leyfir, skipulag og mannvirkjagerð samræmist verndun, hreinsun skólps frá byggð ofar í vatnakerfinu.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Varmá og Ölfusforir 751
Kaldaðarnesengjar og Kaldaðarneseyjar 775

Kortasjá

Ölfusforir–Ölfusárós í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.