Höfðaflatir

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi.

Höfðaflatir á Íslandskorti
Höfðaflatir við Hvítá á Skeiðum
Mynd: Sigmar Metúsalemsson

Höfðaflatir við Hvítá á Skeiðum (október 2019).

Höfðaflatir við Hvítá á Skeiðum
Mynd: Anna Sveinsdóttir

Höfðaflatir við Hvítá á Skeiðum (júlí 2019).

Mörk

Mýrlendi vestan undir Vörðufelli á Skeiðum, hallar niður til Hvítár. Suðurmörk eru við bæina á Fjalli en norðurmörk við Iðu norðanundir fjallinu.

Stærð

2,4 km2

Hlutfall lands: 98%
Hlutfall fersks vatns: 2%

Svæðislýsing

Hallamýri með dýjavætlum og lækjum vestan undir Vörðufelli sem hlíft hefur verið við framræslu og er því lítt röskuð. Frjósamt og gróskulegt land með ríkulegu fuglalífi. Landbúnaður er á jörðum í nágrenninu og sumarhúsabyggðir. Handan Hvítár norðan svæðisins er Skálholtstunga sem einnig er mýrlend og lítt snortin.

Forsendur fyrir vali

Lítt snortið votlendi með gróskumiklum gróðri og ríkulegu fuglalífi. Leifar af votlendi sem að mestu hefur verið ræst fram á svæðinu. Forgangsvistgerðir eru starungsmýrarvist og runnamýravist á láglendi.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Runnamýravist á láglendi 0,39 <1
Land Starungsmýravist 0,59 <1

Ógnir  

Framræsla, sumarhúsabyggð og búfjárbeit.

Aðgerðir til verndar

Svæðinu verði áfram hlíft við framræslu, mannvirki ekki byggð og beit verði stillt í hóf.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Höfðaflatir 744

Kortasjá

Höfðaflatir í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.