Dalatangi

Svæðið er tilnefnt vegna fjöruvistgerða.

Dalatangi á Íslandskorti
Dalatangi
Mynd: Arnþór Garðarsson

Dalatangi.

Mörk

Fjörur frá Tröllanesi utan Seyðisfjarðar og suður fyrir Dalatanga.

Stærð

0,56 km2

Hlutfall lands: 2%
Hlutfall fjöru: 39%
Hlutfall sjávar: 60%

Svæðislýsing

Fjörubeðurinn er grýttur með glufóttum klöppum og flæðiskerjum út frá ströndinni. Brimasemi er talsverð og mikil. Útivist og ferðamennska er stunduð á svæðinu. Landbúnaður á nærliggjandi jörð og er þar einnig viti og veðurathugunarstöð. 

Forsendur fyrir vali

Strandlengjan sem heild er rík af fjörupollum, með skjólsælum glufum og skorningum sem fóstra auðugt lífríki, þrátt fyrir talsverða brimasemi og að ríkjandi vistgerðir séu brimasamar hnullunga- og hrúðurkarlafjörur.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Fjara Fjörupollar* 0,06 1
*Sérstæð fjörusvæði

Ógnir

Engar þekktar.

Aðgerðir til verndar

Vernd vistgerða.

Núverandi vernd

Engin.

Kortasjá

Dalatangi í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018.