Fjallsá–Fagurhólsmýri

Svæðið er tilnefnt vegna fugla og sela.

Fagurhólsmýri-Fjallsá á Íslandskorti
Breiðamerkursandur
Mynd: Erling Ólafsson

Breiðamerkursandur.

Mörk

Milli strandar og brekkuróta frá Fjallsá að Hnappavöllum, en þaðan og vestur fyrir Fagurhólsmýri eru mörkin að mestu fyrir neðan ræktarland á bæjunum.

Stærð

112,4 km2

Hlutfall lands: 77%
Hlutfall fjöru: 2%
Hlutfall sjávar: 2%
Hlutfall fersks vatns: 19%

Svæðislýsing

Svæðið var að mestu sandur með jökulám og lónum en gróður hefur vaxið mikið á síðustu öld eftir því sem jöklar hafa hörfað og árnar færst í færri farvegi. Mikil ferðamennska er á svæðinu en landbúnaður hefur dregist saman. Við ósa Fjallsár og Breiðár eru umfangsmikil landselslátur.

Forsendur fyrir vali

Mesta skúmavarp landsins er á Breiðamerkursandi en sá hluti varpsins sem er austan Fjallsár er nú innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er einnig fjaðrafellistaðir grágæsa og telst hvorutveggja alþjóðlega mikilvægt. Stærstu landselslátur suðurstrandar landsins eru við ósa Fjallsár og Breiðár en þar voru taldir 1.686 selir árið 1980. Árið 2017, þegar landselir voru síðast taldir var fjöldinn komin niður í 366 seli en fækkunin nemur 78,3% eða 2,1% á ári, að jafnaði.

Fuglar

Forgangstegundir varp- og fellifugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Lómur Varp 30 2016 2
Grágæs Fellir *3.000 1970 5
Skúmur Varp 2.820 1985 52
*Fuglar

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fuglasvæðið Breiðamerkursandur–Fagurhólsmýri.

Selir

Hér er um sömu tölur að ræða og birtar eru fyrir tillögusvæðið Vatnajökulsþjóðgarð en selalátur eru á síbreytilegum aurum og ósum Fjallsár sem liggur á mörkum þessara tveggja svæða.

Tegund  Lægsti fjöldi* Hæsti fjöldi* Hæsta % af
Suðurlandsstofni 
Hæsta % af
íslenskum stofni
Núverandi % af
íslenskum stofni
Landselur 65 (1998) 1.686 (1980) 49,5 (2016) 11,7 (1980) 8,8 (2018)
*Árin 1980–2018

Ógnir

Ferðamennska, álag og truflun lífríkis.     

Aðgerðir til verndar

Kortleggja þarf betur útbreiðslu skúms á svæðinu og setja umgengisreglur í kjölfarið. Brýnt er að tryggja vernd sela í látrum og nærliggjandi grunnsævi þar sem fæðuöflun fer fram.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Salthöfði og Salthöfðamýrar Friðland
Aðrar náttúruminjar Númer
Breiðamerkursandur, Jökulsárlón, jökulöldur við Kvíárjökul og Eystrihvammur 635
Hamrar milli Gljúfursár og Salthöfða 636

Kortasjá

Fjallsá–Fagurhólsmýri í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020, viðbótartillögur um seli gefnar út 3. desember 2020.