Hvanndalabjörg

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Hvanndalabjorg á Íslandskorti
Hvanndalabjörg
Mynd: Arnþór Garðarsson

Hvanndalabjörg.

Mörk

Björgin frá Fossdal í suðri að Hvanndölum í norðri ásamt 100 m verndarjaðri til landsins og 1 km verndarjaðri til sjávar.

Stærð

3,8 km2

Hlutfall lands: 14%
Hlutfall fjöru: 4%
Hlutfall sjávar: 82%

Svæðislýsing

Sæbrattur og hár klettaveggur.

Forsendur fyrir vali

Mikil fýlabyggð og telst svæðið vera alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð. Einnig er þar eitt af stærstu svartbaksvörpum á Norðurlandi.

Fuglar

Forgangstegundir varpfugla
Tegund  Árstími  Fjöldi (pör) Ár  % af íslenskum stofni
Fýll Varp 34.264 2013 3
Svartbakur Varp 100 2014 1

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um sjófuglabyggðina Hvanndalabjörg.

Ógnir  

Engar þekktar.

Aðgerðir til verndar

Setja almennar umgengnisreglur, þar á meðal um notkun skotvopna.

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Fjalllendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar 501

Kortasjá

Hvanndalabjörg í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 2. apríl 2019.