Reykhólar

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða.

Reykhólar á Íslandskorti
Reykhólar
Mynd: Ásrún Elmarsdóttir

Frá Reykhólum.

Mörk

Svæðið liggur sunnan við hæðina sem Reykhólabyggð stendur á og nær suður fyrir Langavatn. Afmörkunin miðast við þekkta útbreiðslu jarðhita við yfirborð.

Stærð

0,5 km2

Hlutfall lands: 77%
Hlutfall fersks vatns: 23%

Svæðislýsing

Reykhólar eru þekktir fyrir jarðhita og hefur hann m.a. verið nýttur til hitaveitu og þurrkunar á þangi. Svæðið er í innanverðum Breiðafirði þar sem er að finna mikið og fjölskrúðugt lífríki.

Forsendur fyrir vali

Við Reykhóla einkennist gróðurfar jarðhitasvæðanna af mýrahveravist og þar finnst m.a. æðplöntutegundin naðurtunga sem einungis þrífst við jarðhita. Heitar uppsprettur eru í mýrlendinu og jarðhitalækir seytla frá þeim.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Mýrahveravist <0,01 <1
Ferskvatn Jarðhitalækir    

Ógnir  

Ógnir svæðisins tengjast fyrst og fremst nýtingu jarðhita og traðki vegna gangandi fólks um jarðhitasvæðið.

Aðgerðir til verndar

Takmarka þarf umferð gangandi fólks til að koma í veg fyrir traðk og takmarka ágenga jarðhitanýtingu.

Núverandi vernd

Engin.

Kortasjá

Reykhólar í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.