Reykjanes

Svæðið er tilnefnt vegna vistgerða á landi og ferskvatnsvistgerða. Það nær að hluta yfir tillögusvæðið Ísafjarðardjúp, sem tilnefnt er vegna sela.

Reykjanes á Íslandskorti
Reykjanes
Mynd: Ásrún Elmarsdóttir

Frá Reykjanesi.

Mörk

Svæðið er nesið sjálft, afmarkast við fjöru og nær suður undir Skipavík.

Stærð

3 km2

Hlutfall lands: 52%
Hlutfall fjöru: 15%
Hlutfall sjávar: 31%
Hlutfall fersks vatns: 1%

Svæðislýsing 

Á Reykjanesi í Ísafjarðardjúpi er eitt mesta jarðhitasvæði á Vestfjörðum og er gróðurfar nokkuð fjölbreytt. Ummerki um jarðhita eru að finna bæði í fjöru og inni á nesinu sjálfu. Jarðhitinn hefur verið nýttur til húshitunar og upphitunar sundlaugar og á undanförnum árum hefur umferð ferðamanna aukist. Jarðhitasvæðin nyrst á nesinu, sem eru í næsta nágrenni við byggingarnar, eru nokkuð röskuð.

Forsendur fyrir vali

Jarðvegshitinn og vatn við yfirborð skapa aðstæður fyrir fjölbreyttan jarðhitagróður og smádýralíf. Á Reykjanesi einkennist gróðurfarið af mýrahveravist, sem finnst á nokkrum blettum á nesinu, og um hana seytla jarðhitalækir. Þar finnast meðal annars æðplöntutegundirnar naðurtunga, sem einungis þrífst við jarðhita, og flóajurt, sem er að mestu bundin við jarðhita.

Vistgerðir

Forgangsvistgerðir
  Vistgerð Km2 % af heildarflatarmáli
Land Mýrahveravist <0,01 1
Ferskvatn Jarðhitalækir    

Ógnir  

Helsta ógn er aukin umferð gangandi fólks og nýting jarðhitans.

Aðgerðir til verndar

Takmarka þarf umferð gangandi fólks til að koma í veg fyrir traðk, takmarka ágenga jarðhitanýtingu og stuðla að endurheimt á röskuðum svæðum..

Núverandi vernd

Aðrar náttúruminjar Númer
Reykjanes við Ísafjörð 321

Kortasjá

Reykjanes í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.