Andakíll

Svæðið er tilnefnt vegna fugla.

Andakíll á Íslandskorti
Ósar Andakílsár í Borgarfirði
Mynd: Björn Þorsteinsson

Ósar Andakílsár í Borgarfirði.

Mörk

Frá Seleyri yfir ósa Hvítár norður undir Hvítárholt, að Ferjuklöpp við Hvítárbrú og austur fyrir Vatnshamravatn og suður fyrir ósa Andakílsár.

Stærð

30,9 km2

Hlutfall lands: 46%
Hlutfall fjöru: 49%
Hlutfall sjávar: <1%
Hlutfall fersks vatns: 5%

Svæðislýsing

Árósar með víðáttumiklum leirum, flæðiengjar og fjölbreytt mýrlendi til landsins. Skólaþorpið Hvanneyri er um miðbikið og eru þar víðáttumikil ræktarlönd. Einnig er landbúnaður stundaður á nærliggjandi jörðum. Svæðið er vinsælt til útivistar og sérstaklega fuglaskoðunar.

Forsendur fyrir vali

Austanverðir ósar Hvítár og ósar Andakílsár eru alþjóðlega mikilvægt svæði fyrir blesgæsir á fartíma og langmikilvægasti einstaki viðkomustaður þeirra hér á landi. Álftir í fjaðrafelli beggja vegna Kistuhöfða. Mikið af vaðfuglum nýtir svæðið frá vori og fram á haust.

Fuglar

Forgangstegundir far- og fellifugla
Tegund  Árstími  Fjöldi  Ár  % af íslenskum stofni
Álft Fellir 530 2016 2
Blesgæs Far 3.500 2012 16

Sjá einnig ítarlegri umfjöllun um fjöru- og grunnsævissvæðið Andakíll.

Ógnir  

Framræsla, breytingar á landnotkun, búfjárbeit, áburðarnotkun og vaxandi uppbygging á Hvanneyri og í nágrenni.

Aðgerðir til verndar

Friðlýst sem búsvæði blesgæsar, fyrst Hvanneyrarjörðin öll árið 2002 en árið 2011 var svæðið stækkað og fékk nafnið Andakíll. Er Ramsarsvæði frá 2013. Í ljósi þess hve blesgæsir nýta mikið af ræktarlandi á Hvanneyri, þarf að gæta vel að breytingum á landnotkun sem gætu haft áhrif búsvæði á gæsanna.

Núverandi vernd

Friðlýst svæði Flokkur friðlýsingar
Andakíll Búsvæði

Kortasjá

Andakíll í kortasjá

Útgáfudagsetning

5. apríl 2018, uppfært 26. maí 2020.