Árósar

FX.3

EUNIS-flokkun

X01 Estuaries.

Árósar
Mynd: Gunnhildur I. Georgsdóttir

Elliðaárós í Reykjavík. – Estuary in southwestern Iceland.

Árósar
Mynd: Sigríður Kristinsdóttir

Þjórsárós á Suðurlandi. – Estuary in southern Iceland.

Lýsing

Neðri hluti árfarvegs þar sem árvatn og saltur sjór mætast, en straumur er fremur mikill og sjávarfalla gætir. Seltan er breytileg eftir sjávarföllum og getur hún sveiflast frá fersku vatni í fullsaltan sjó. Þar sem ferskvatn og saltur sjór mætast í straumlitlum ósum, safnast fyrir set sem getur myndað víðáttumikla sand- eða leirufláka sem koma upp á fjöru. Slík svæði eru frábrugðin leirulónum að því leyti að ferskvatn er ráðandi.

Sjávarföll hafa mikil áhrif á seltu árósa og þar með lífríkið. Hluti af lífríki árósa eru sjávartegundir en fjær sjónum, þar sem seltan er minnst, ber helst á lífverum ættuðum úr fersku vatni.

Árósar geta verið frekar langir og einna lengstur er Langárós á Mýrum, um 10 km (Agnar Ingólfsson 1990). Þessi vistgerð hefur lítið verið rannsökuð hér á landi.

Fjörubeður

Möl, sandur, leir.

Fuglar

Mikið fuglalíf, einkum vaðfuglar í ætisleit þar sem eru leirur og sjávaráhrifa gætir.

Útbreiðsla

Um allt land.

Verndargildi

Lágt. Vistgerðin er á lista Bernarsamningsins frá 2014 yfir vistgerðir sem þarfnast verndar.

Útbreiðslukort árósar

Árósar þekja um 5% (50 km2) af fjörum landins. – Estuaries cover about 5% (50 km2) of the coast.

Áberandi gróður – Conspicuous vegetation Áberandi dýr – Conspicuous animals
Bóluþang Fucus vesiculosus Fjöruflær Gammarus spp.
Marhálmur Zostera angustifolia Leiruskeri Hediste diversicolor
Lónajurt Ruppia maritima    

 

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum, árósar

Selta og brimasemi í fjöruvistgerðum var metin á kvarða sem byggist á:
a) brimasemi í vistgerðum, skipt í fjögur gildisbil (REI); lítil (0,0001–8.000), nokkur (8.000–32.000), talsverð (32.000–128.000) og mikil (>128.000).
b) selta í vistgerðum, skipt í þrjú gildisbil, metið út frá staðháttum og heimildum; há (35–33 S), miðlungs (~33–20 S) og lág (~20–10 S).

Salinity and exposure in each shore type was estimated based on:
a) exposure, divided into four intervals of calculated REI index; small (0.0001–8,000), significant (8,000–32,000), considerable (32,000–128,000) and high (>128,000).
b) salinity range, divided into three intervals, estimated from geograhic proximity to fresh water and some available local measurements of salinity; high (35–33 S), medium (~33–20 S) og low (~20–10 S).

Opna í kortasjá

 

Heimildir

Agnar Ingólfsson 1990. Íslenskar fjörur. Bjallan. Reykjavík.