Ár á yngri berggrunni

V2.3

EUNIS-flokkun

Nýr flokkur, tillaga. C2.29 Icelandic spring-fed rivers.

Ár á yngri berggrunni
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Grásíðukvísl í Kelduhverfi. Þekja æðplantna var lítil, en þar fundust þráðnykra, flagasóley og efjuskúfur. – Spring-fed river in norhteastern Iceland. Vascular plant cover was low. Stuckenia filiformis, Ranunculus reptans and Eleocharis acicularis occurred.

Ár á yngri berggrunni
Mynd: Náttúrufræðistofa Kópavogs

Mosi á klapparbotni í Ytri-Rangá í Rangárbotnum. Þar fundust mosarnir vaðmosi, kelduskrápur og pollalufsa. – Rhyncostegium riparioides, Palustriella falcata and Drepanocladus aduncus on rocky substrate in a spring-fed river in southern Iceland.

Lýsing

Lindár og lindavatnsskotnar dragár á yngri berggrunni landsins (<0,8 milljónir ára). Upptökin eru í lindum og einkennast árnar af stöðugu rennsli og vatnshita sem jafnframt er lágur árið um kring, sérstaklega næst upptökum. Rof vatnsbakka er lítið og eru bakkarnir gjarnan vel grónir. Árnar grafa sig lítið niður þar eð árframburður er lítill. Iðustreymi er ríkjandi, en árkaflar með lagstreymi geta komið fyrir.

Vatnagróður

Þekja æðplantna er lítil ef nokkur, sérstaklega næst upptökum. Mosar eru algengir, t.d. vaðmosi, bakka­lúði, lækjalúði og pollalufsa og getur þekja þeirra verið töluverð. Einnig eru þráðlaga grænþörungar algengir, sem og blágrænubakteríur.

Botngerð

Fjölbreytt, allt frá fínum sandi til klappar.

Efnafræðilegir þættir

Rafleiðni vatns er iðulega 50–200 µS/cm sem er hærra en í ám á eldri berggrunni. Sýrustig (pH) vatns er 8–9. Styrkur uppleystra efna í ám á ungum berggrunni er hærri en í ám á eldri berggrunni vegna þess að grunnvatnið hefur seytlað um lek jarðlög og leyst upp efni úr berginu.

Miðlunargerð á vatnasviði

Lindár af hriplekum (2100) og lindár af treglekum (2200) svæðum.

Fuglar

Straumendur (Histrionicus histrionicus) eru allvíða og gulendur (Mergus merganser) sums staðar. Mikið af straumönd og húsönd (Bucephala islandica) er á Svartá og efri hluta Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu.

Útbreiðsla

Finnst á yngri berggrunni landsins.

Verndargildi

Miðlungs.

Útbreiðslukort ár á yngri berggrunni

Útbreiðsla straumvatna á yngri berggrunni (<0,8 milljónir ára). Lengd þeirra er um 11.000 km sem er um 26% af heildarlengd straumvatna. – Total length (km) of spring-fed rivers is estimated 11,000 km (26% of the total length of rivers).

Algengustu tegundir gróðurs – Most common vegetation species
Efjugras Limosella aquatica
Efjuskúfur Eleocharis acicularis
Fergin Equisetum fluviatile
Flagasóley Ranunculus reptans
Lónasóley Batrachium eradicatum
Lófótur Hippuris vulgaris
Mógrafabrúsi Sparganium hyperboreum
Skriðlíngresi Agrostis stolonifera
Vatnsnál Eleocharis palustris
Vorbrúða Callitriche palustris
Þráðnykra Stuckenia filiformis
Kelduskrápur Palustriella falcata
Vaðmosi Platyhypnidium riparioides
Pollalufsa Drepanocladus aduncus
Bakkalúði Hygrohypnum molle
Kelduhnokki Bryum pseudotriquetrum
Lækjalúði Hygrohypnum ochraceum
Dýjahnappur Philonotis fontana

Opna í kortasjá