Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi

Tímamörk

Langtímaverkefni sem mörg Evrópuríki taka þátt í. Ísland hefur tekið þátt á fimm ára fresti frá árinu 1990.

Styrkir

Norræna ráðherranefndin, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, atvinnuvegaráðuneytið, Umhverfisstofnun, stóriðjufyrirtæki, Vegagerðin og Hafnarfjarðarbær.

Um verkefnið – Markmið og verkþættir

Í Evrópu hefur um árabil farið fram vöktun á magni þungmálma í mosum með það að markmiði að fylgjast með mengun í andrúmslofti. Mosa hefur verið safnað á fimm ára fresti og hann efnagreindur. Vöktunin byggist á því að mosar, einkum þeir sem mynda breiður, fá mestan hluta næringar sinnar með úrkomu og ryki sem á þá fellur. Málmarnir safnast fyrir í mosanum og því endurspeglar magn þeirra hreinleika þess andrúmslofts sem um mosann hefur leikið.

Á Íslandi hefur tildurmosa (Hylocomium splendens) verið safnað víðs vegar um land, sérstaklega í nágrenni stóriðju, og frumefni verið greind. Tildurmosi er heppilegur til mælinga á þungmálmum því hann er algeng mosategund hér á landi, vex víða í breiðum og myndar afmarkaða árssprota.

Með þessum rannsóknum fæst yfirlit yfir dreifingu þungmálma á landinu og hvort breytingar hafa orðið með tíma. Auk þess fæst mikilvægur samanburður við önnur Evrópulönd á þungmálmamengun í andrúmslofti. Vöktun á þungmálmum í mosa er sérstaklega mikilvæg í ljósi þess að iðnaður fer nú vaxandi hér á landi auk þess sem alltaf má búast við að eldvirkni geti haft veruleg áhrif á magn sumra efna í andrúmslofti og þar með á lífríki Íslands.

Nánari upplýsingar

Mosar

Áhrif mannsins

Verkefnið er hluti af alþjóðlegu samstarfi sem kannar áhrif loftmengunar á gróður, ICP vegetation

Samantekt niðurstaðna

Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í skýrslum bæði á ensku og íslensku fyrir álverin í Straumsvík og í Reyðarfirði. Auk þess hafa þær verið kynntar á opinberum fyrirlestrum.

Skýrslur

Frontasyeva M., H. Harmens, A. Uzhinskiy, O. Chaligava and participants of the moss survey 2020. Mosses as biomonitors of air pollution: 2015/2016 survey on heavy metals, nitrogen and POPs in Europe and beyond. Report of the ICP Vegetation Moss Survey Coordination Centre, Joint Institute for Nuclear Research, Dubna, Russian Federation.

Járngerður Grétarsdóttir, Ágústa Helgadóttir og Rannveig Thoroddsen 2019. Vöktun mosaþembugróðurs við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun (pdf, 2,8 MB) Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-19002. Unnið fyrir Orku náttúrunnar. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður H. Magnússon 2018. Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandsi 1990–2015. Áhrif frá iðjuverum og eldvirkni (pdf, 22 MB) Náttúrufræðistofnun Íslands, NÍ-18006. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður H. Magnússon 2014. Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 (pdf, 2 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-14001. Unnið fyrir Hafnafjarðarbæ. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður H. Magnússon 2013. Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990–2010: áhrif iðjuvera (pdf, 17,8 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-13003. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Ágústa Helgadóttir, Ásta Eyþórsdóttir og Sigurður H. Magnússon 2013. Vöktun mosaþembugróðurs við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun (pdf, 7,7 MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-13007. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður H. Magnússon 2002. Þungmálmar í mosa í nágrenni álversins í Straumsvík árið 2000 (pdf 1MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-02010. Unnið fyrir Íslenska álfélagið. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Sigurður H. Magnússon 2002. Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 (pdf 4MB). Náttúrufræðistofnun, NÍ-02011. Unnið fyrir Reyðarál hf. Garðabær: Náttúrufræðistofnun Íslands.

Fréttir og fyrirlestrar

Sigurður H. Magússon 2019. Vöktun þungmálma og brennisteins í mosa á Íslandi. Erindi flutt á Hrafnaþingi 6. mars 2019.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2014. Mosaskemmdir við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði. Frétt frá 6. nóvember 2014.

Sigurður H. Magússon 2013. Þungmálmar og brennisteinn í mosa á Íslandi 1990–2010: áhrif iðjuvera. Erindi flutt á Hrafnaþingi 16. október 2013.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2012. Kadmíum í mosa á Íslandi. Frétt frá 6. janúar 2012.

Náttúrufræðistofnun Íslands 2008. Gróðurskemmdir við orkuverið í Svartsengi. Frétt frá 18. september 2008.

Tengiliður

Járngerður Grétarsdóttir, gróðurvistfræðingur.