Kisugras (Myosotis discolor)

Mynd af Kisugras (Myosotis discolor)
Mynd: Hörður Kristinsson
Kisugras (Myosotis discolor)
Mynd af Kisugras (Myosotis discolor)
Mynd: Hörður Kristinsson
Kisugras (Myosotis discolor)

Útbreiðsla

Hún vex aðeins á takmörkuðum svæðum á Suður- og Suðvesturlandi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá jurt (5–30 sm) með grannan, fágreindan stöngul og hvít- eða gulleit blóm.

Blað

Einær. Stöngull grannur, fágreindur. Blöð mjó og odddregin, hærð á neðra borði (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blóm hvít- eða gulleit. Blómleggir örstuttir (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinleggir útstæðir, styttri en bikarinn (Lid og Lid 2005).

Greining

Líkist nokkuð sandmunablómi, hefur líka örstutta aldinleggi en þeir eru útréttir eftir að blómin eru fallin, blómin hvít- eða gulleitari. Minnir einnig á gleym-mér-ei en hefur minni, nær hvít blóm og miklu styttri blómleggi.

Útbreiðsla - Kisugras (Myosotis discolor)
Útbreiðsla: Kisugras (Myosotis discolor)

Höfundur

Var efnið hjálplegt? Aftur upp

Aftur upp

Takk fyrir!

Hvað má betur fara?

  • Fela
  • |