Hnoðafræhyrna (Cerastium glomeratum)

Mynd af Hnoðafræhyrna (Cerastium glomeratum)
Picture: Hörður Kristinsson
Hnoðafræhyrna (Cerastium glomeratum)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf, finnst aðeins á Suður- og Suðvesturlandi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Einær, lágvaxin jurt (5–15 sm) með hvít blóm í kvíslskúfum.

Blað

Blöðin egglaga eða sporbaugótt, broddydd. Jurtin er ljósgræn, dúnhærð og kirtilhærð efst. Blöð breiðsporbaugótt (Lid og Lid 2005).

Blóm

Blómin í kvíslskúfum, krónublöðin álíka löng eða lítið eitt lengri en bikarblöðin (Hörður Kristinsson 1998). Bikarblöðin með mjóum himnufaldi og löng hár í endann. Blómleggir styttri en bikarinn (Lid og Lid 2005).

Aldin

Aldinin gláandi með sérkennilega gullgulum blæ (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Minnir á vegarfa eða músareyra. Blómin eru venjulega fleiri saman í þéttari kvíslskúfum, krónublöðin álíka löng eða lítið eitt lengri en bikarblöðin, aldinin gláandi með sérkennilega gullgulum blæ, blöðin breiðari, egglaga eða sporbaugótt, broddydd.

Útbreiðsla - Hnoðafræhyrna (Cerastium glomeratum)
Útbreiðsla: Hnoðafræhyrna (Cerastium glomeratum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |