Akurarfi (Stellaria graminea)

Mynd af Akurarfi (Stellaria graminea)
Picture: Hörður Kristinsson
Akurarfi (Stellaria graminea)
Mynd af Akurarfi (Stellaria graminea)
Picture: Hörður Kristinsson
Akurarfi (Stellaria graminea)

Útbreiðsla

Nýlegur í landinu, innfluttur snemma á tuttugustu öldinni. Hann hefur breiðst tiltölulega hratt út um sveitir landsins en finnst varla nema í nágrenni byggðra bóla (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Túnjaðrar, brautarskurðir og graslendi í vegköntum (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Meðalhá jurt (20–50 sm) með mjóum blöðum og hvítum, fimmdeildum blómum með klofnum krónublöðum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Háblöðin himnukennd með randhárum neðst. Stönglar grannir, ferstrendir, marggreindir með gagnstæðum blöðum sem eru stilklaus, frammjó og breiðfætt, 15–20 mm á lengd (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 10–14 mm í þvermál. Krónublöðin hvít, fimm að tölu en klofin nærri niður í gegn svo þau virðast tíu. Bikarblöðin þrítauga með breiðum himnufaldi. Fræflar tíu með rauðbrúnum frjóhnöppum. Frævan með þrem til fjórum stílum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Hýðisaldin (Stefán Stefánsson 1948).

Greining

Líkist stjörnuarfa en akurarfi hefur himnukennd, randhærð háblöð, stærri blóm og lengri og breiðfættari laufblöð.

Útbreiðsla - Akurarfi (Stellaria graminea)
Útbreiðsla: Akurarfi (Stellaria graminea)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |