Selja (Salix caprea)

Útbreiðsla

Seljuvíðir á heimkynni sín í Evrópu og Asíu. Hérlendis er hún allvíða í görðum og skógræktarreitum (Ásgeir Svanbergsson 1989).

Lýsing

Meðalhá til fremur hávaxin tré eða runnar (3–8 m) með ljósgráan börk og hærð blöð. Blómstrar fyrir laufgun.

Blað

Tré með breiða krónu eða stórvaxinn runni. Bolur og sverari greinar með rauðgulan við og ljósgráan börk. Blöð 5–10 sm löng, sporbaugótt til öfugegglaga, þykk, mjúk, leðurkennd undir lokin, með rúnnaðar tennur eða ójafna jaðra, meir eða minna hærð á efra borði, þétthærð á neðra borði (Lid og Lid 2005).

Blóm

Reklar nær legglausir, gulir frjóhnappar (Lid og Lid 2005).

Útbreiðsla - Selja (Salix caprea)
Útbreiðsla: Selja (Salix caprea)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |