Blæösp (Populus tremula)

Mynd af Blæösp (Populus tremula)
Picture: Hörður Kristinsson
Blæösp (Populus tremula)
Mynd af Blæösp (Populus tremula)
Picture: Hörður Kristinsson
Blæösp (Populus tremula)

Útbreiðsla

Vex villt á örfáum stöðum á landinu, á Norður- og Austurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Almennt

Tegundin þolir illa mikla beit og hefur nær verið útrýmt á meðan allt landið var nýtt til stöðugrar beitar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Móar og kjarrlendi (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lítið tré eða runni, allt að 6 m hátt. Laufblöðin eru tennt og svo gott sem kringlótt.

Blað

Trénaðir stönglar, oft skriðulir eða jarðlægir. Fjölgar sér með rótarskotum. Blöðin stilkuð. Blaðkan kringlótt eða egglaga, stundum aðeins odddregin í endann, tennt, oftast 2–6 sm í þvermál, fagurgræn ofan en grádöggvuð á neðra borði, nær hárlaus nema helst neðan til á blaðstrengjum. Stilkar og ungar greinar hærðar (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómstrar ekki hér á landi svo vitað sé (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Válisti

VU (tegund í nokkurri hættu)

Ísland Heimsválisti
VU LC

Forsendur flokkunar

Blæösp flokkast sem tegund í nokkurri hættu þar sem vaxtarsvæði tegundarinnar er takmarkað, u.þ.b. 10 km2.

Viðmið IUCN: D2

D. Stofn talinn mjög lítill eða með mjög takmarkaða útbreiðslu.
D2. Restricted area of occupancy or number of locations with a plausible future threat that could drive the taxon to CR or EX in a very short time.

Hættuflokkar Alþjóðanáttúruverndarsamtakanna (IUCN)

Viðmið IUCN um mat á válista (pdf)

Eldri válistar

Válisti 2008: Blæösp er á válista í hættuflokki VU (í yfirvofandi hættu).

Válisti 1996: Blæösp er ekki á válista.

Útbreiðsla - Blæösp (Populus tremula)
Útbreiðsla: Blæösp (Populus tremula)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |