Fjallavíðir (Salix arctica)

Mynd af Fjallavíðir (Salix arctica)
Picture: Hörður Kristinsson
Fjallavíðir (Salix arctica)
Mynd af Fjallavíðir (Salix arctica)
Picture: Hörður Kristinsson
Fjallavíðir (Salix arctica)
Mynd af Fjallavíðir (Salix arctica)
Picture: Hörður Kristinsson
Fjallavíðir (Salix arctica)

Útbreiðsla

Mjög algengur um allt land, nema síst á láglendi sunnan- og vestanlands. Hann er ein af algengustu jurtum til fjalla og á hálendinu. Á hálendinu er hann einna lífseigastur allra runna og stendur lengur af sér uppblástur og harðviðri en nokkur annar (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mólendi, hlíðar og giljadrög, einkum til fjalla (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxinn runni (15–60 sm) með hærðum blöðum, uppréttum reklum með dökkrauð fræni.

Blað

Fjallavíðirinn er ætíð lágvaxinn runni, oft jarðlægur (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Blöðin oddbaugótt eða egglaga, 2–4 sm löng og 1–1,5 sm breið, loðin, einkum á blaðröndunum og neðra borði (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin í 2–6 sm löngum, einkynja reklum. Rekilhlífarnar með löngum hárum, rauðsvartar í endann. Fræflar tveir í hverju blómi með rauðum frjóknöppum. Frævur og aldin þéttt gráloðin. Frænið fjórklofið, dökkrautt (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldin kvenblómanna eru gráloðin (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Fræin með löngum svifhárum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Aldin kvenblóma fjallvíðis eru gráloðin og þekkist víðirinn á því vel frá loðvíði sem hefur snoðin aldin, þótt hann sé að öðru leyti loðnari en fjallavíðirinn.

Útbreiðsla - Fjallavíðir (Salix arctica)
Útbreiðsla: Fjallavíðir (Salix arctica)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |