Þursaskegg (Kobresia myosuroides)

Mynd af Þursaskegg (Kobresia myosuroides)
Picture: Hörður Kristinsson
Þursaskegg (Kobresia myosuroides)

Útbreiðsla

Mjög algengt um allt land (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Þurrir þúfnakollar og brekkubörð, einkum þar sem þurrt er, áveðurs og snjódýpt lítil (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (15–30 sm) með strá í þéttum toppum. Blómgast í júní.

Blað

Stráin eru í þéttum toppum með þéttstæðum, 3 sm löngum slíðrum neðst. Blöðin þráðmjó (0,5 mm), sívöl utan en grópuð (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin nakin, í 1,5–2 sm löngu axi á stráendanum. Eitt karlblóm og eitt kvenblóm saman í hverju smáaxi. Axhlífin ljósbrúnleit, með breiðum himnufaldi ofan til. Þrír fræflar, ein fræva með þremur frænum (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið ljósbrúnt, gljáandi með stuttri trjónu (Hörður Kristinsson 1998).

Útbreiðsla - Þursaskegg (Kobresia myosuroides)
Útbreiðsla: Þursaskegg (Kobresia myosuroides)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |