Rauðstör (Carex rufina)

Mynd af Rauðstör (Carex rufina)
Picture: Hörður Kristinsson
Rauðstör (Carex rufina)

Útbreiðsla

Fremur sjaldgæf stör sem er algengust á hálendi landsins og í snjóþungum strandfjöllum, oftast í 400–800 m hæð. Rauðstörin hefur hæst verið skráð í 930–950 m hæð í Vonarskarði og í Gæsavötnum (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Mýrajaðrar, raklendi í lækjadrögum og á áreyrum. Oft meðfram tjörnum eða á uppþornuðum tjarnastæðum. Víða um hálendið og sums staðar til fjalla.

Lýsing

Smávaxin stör (5–15 sm), blaðmikil með þrjú til fimm þéttstæð öx. Blómgast í júlí–ágúst.

Blað

Blöðin í toppum, lengri en stráin, 1–2 mm breið, oft kjöluð, þrístrend í oddinn. Stráin og blöðin eru nokkuð jarðlæg, halla út til hliðanna (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Þrjú til fimm fremur þéttstæð, legglaus eða stuttleggjuð öx, öll með kvenblómum. Karlblómin aðeins neðst í toppaxinu. Axhlífar fremur stuttar, dökkrauðbrúnar eða svartar, oft með grænni miðtaug. Hulstrin græn, stutttrýnd, frænin tvö (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist hvítstör sem hefur þó ljósari hulstur og lengri, jarðlægari strá. Á rauðstörinni eru stráin einnig miklu styttri en blöðin.

Útbreiðsla - Rauðstör (Carex rufina)
Útbreiðsla: Rauðstör (Carex rufina)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |