Geirmosi (Calliergonella cuspidata)

Mynd af Geirmosi (Calliergonella cuspidata)
Picture: Hörður Kristinsson
Geirmosi (Calliergonella cuspidata)

Útbreiðsla

Finnst víða um land, síst inni á miðhálendinu (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Búsvæði

Vex í mýrum, við tjarnir, læki og ár, í rökum klettum og við dý og fossa (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Lýsing

Frekar stórar plöntur, uppréttar eða uppsveigðar, grænar, gulgrænar eða gulbrúnar, oft nokkuð reglulega fjaðurgreindar (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Gróliður

Frekar stórar plöntur, upp í 20 sm, uppréttar eða uppsveigðar, grænar, gulgrænar eða gulbrúnar, oft nokkuð reglulega fjaðurgreindar. Greinar stuttar, útstæðar. Blöð upprétt eða útstæð en aðlæg á endum stöngla og greina. Greinar eru því yddar, einnig stöngulendi. Stöngulblöð 2-2,5 mm, kúpt, langegglaga. Blaðendi snubbóttur eða með örstuttum broddi. Blöð heilrend, rif ekkert eða mjög stutt og klofið. Greinablöð styttri og mjórri en stöngulblöðin (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Kynliður

Plöntur einkynja, afar sjaldan með gróhirslum. Stilkur oftast 4-5 sm, rauður, rauðbrúnn eða brúnn. Gróhirsla langegglaga, brún, bogin, stendur nokkurn veginn hornrétt út frá stilk. Lok hátt, keilulaga. Ytri tennur lárétt strikóttar neðan til á ytra borði en vörtóttar framan til. Innri krans vel þroskaður, gulur (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Frumur

Frumur í framhluta blaðs striklaga, með þunnum eða nokkuð þykkum veggjum. Frumur í blaðgrunni styttri og breiðari, með þykkum, holóttum veggjum. Hornfrumur stórar, tútnar, litlausar, með þunnum veggjum, mynda afar vel afmörkuð horn (Bergþór Jóhannsson 1996a).

Útbreiðsla - Geirmosi (Calliergonella cuspidata)
Útbreiðsla: Geirmosi (Calliergonella cuspidata)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |