Köldugras (Polypodium vulgare)

Mynd af Köldugras (Polypodium vulgare)
Picture: Hörður Kristinsson
Köldugras (Polypodium vulgare)

Útbreiðsla

Algengt á Suður- og Vesturlandi og sunnanverðum Austfjörðum en fátíður á Norðurlandi (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Klettaskorur eða klettasprungur, oft hátt uppi á sólríkum stöðum (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Lágvaxinn burkni (6–25 sm) með sígræn, fjaðurskipt blöð.

Blað

Blöðin vaxa upp af sterkum jarðstöngli, sígræn, fjaðurskipt, með sex til tólf nær heilrendum eða fínlega bogtenntum bleðlum hvoru megin, ávölum í endann. Bleðlarnir 1,5–2,5 sm á lengd, 4–7 mm á breidd, styttast smátt og smátt út að oddi blöðkunnar en eru lengstir niðri við stilkinn, skarpur en fíngerður miðstrengur (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Tvær raðir stórra gróbletta á neðra borði bleðlanna, gróhulu vantar (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annarri íslenskri tegund.

Útbreiðsla - Köldugras (Polypodium vulgare)
Útbreiðsla: Köldugras (Polypodium vulgare)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |