Gulmaðra (Galium verum)

Mynd af Gulmaðra (Galium verum)
Picture: Hörður Kristinsson
Gulmaðra (Galium verum)
Mynd af Gulmaðra (Galium verum)
Picture: Hörður Kristinsson
Gulmaðra (Galium verum)

Útbreiðsla

Algeng um allt land, síst þó á miðhálendinu (Hörður Kristinsson 1998).

Almennt

Líklegt er að bæjarnöfnin Möðruvellir og Möðrudalur séu dregin af nafni þessarar plöntu (Hörður Kristinsson - floraislands.is). Áður fyrr var gulmaðra notuð gegn bæði sinadrætti og flogaveiki. Hún hefur verið nefnd ólúagras þar sem Eggert Ólafsson segir hana í kvæði sínu létta lúa. Að auki hefur rótin verið notuð til litunar (Ágúst H. Bjarnason 1994).

Nytjar

Gulmaðra þykir einkar góð við ýmsum húðsjúkdómum. Te af gulmöðru þykir gott til að hreinsa blóðið eftir notkun sterkra lyfja, áfengis eða eftir mikla kaffineyslu (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Líffræði

Gulmaðra inniheldur m.a. kísilsýru, barksýrur, jurtasýrur og C-vítamín (Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998).

Búsvæði

Grónar, þurrar grundir, mólendi og kjarr (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (12–30 sm) með mjóum blöðum í kransi og mörgum litlum, fjórdeildum, gulum blómum. Blómgast í júní–júlí.

Blað

Stönglar strendir, ofurlítið hærðir. Blöðin sex til tíu saman í krönsum, striklaga, broddydd, 8–20 mm á lengd, gljáandi á efra borði, rendur niðurorpnar, neðra borð ljósgrænt, hært (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin standa mörg saman í greindum blómskipunum í efri blaðöxlunum, 3–4 mm í þvermál. Krónublöðin fjögur, gul á lit, krossstæð, oddmjó, samgróin neðst. Fræflar fjórir, ein fræva með klofinn stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Hún hefur kransstæð blöð eins og aðrar möðrur og er eina íslenska maðran sem ber gul blóm. Óblómgaða má þekkja gulmöðruna frá krossmöðru og hvítmöðru á lögun laufblaða.

Útbreiðsla - Gulmaðra (Galium verum)
Útbreiðsla: Gulmaðra (Galium verum)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |