Grænvöndur (Gentianella amarella)

Mynd af Grænvöndur (Gentianella amarella)
Picture: Hörður Kristinsson
Grænvöndur (Gentianella amarella)

Útbreiðsla

Nokkuð algengur víða um land en síst á hálendinu (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Þurrar, grónar grundir, brekkur og grasmóar (Hörður Kristinsson 1998 og floraislands.is).

Lýsing

Meðalhá planta (8–25 sm) með hvítum, pípulaga blómum. Blómstrar í ágúst.

Blað

Einær jurt. Blöðin gagnstæð, lensulaga eða egglensulaga, 1,5–2 sm á lengd, stöngullinn oftast rauðblámengaður, strendur. Öll plantan hárlaus (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blóm út úr blaðöxlunum. Krónan pípulaga, fimmdeild, 1,5–2 sm á lengd og 4–5 mm á breidd, skert niður í fjórðung. Krónublöðin gulgræn eða grænhvít, með þráðlaga, hvíta ginleppa að innanverðu við opið á krónupípunni. Bikarinn oft um helmingi styttri en krónan, skertur niður fyrir miðju, fliparnir odddregnir, afar mislangir, grænir (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist helst maríuvendi en grænvöndur þekkist best á bikarnum sem hefur fimm granna flipa, oftast einnig á blómalitnum þótt þar geti brugðið út af venju því sumir maríuvendir eru með ljós eða jafnvel hvít blóm.

Útbreiðsla - Grænvöndur (Gentianella amarella)
Útbreiðsla: Grænvöndur (Gentianella amarella)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |