Blálilja (Mertensia maritima)

Mynd af Blálilja (Mertensia maritima)
Picture: Hörður Kristinsson
Blálilja (Mertensia maritima)

Útbreiðsla

Nokkuð algeng en einungis með ströndum fram (Hörður Kristinsson 1998).

Búsvæði

Sand- og malarfjörur, hún vex hvergi langt frá sjó (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Lágvaxin fjöruplanta (10–35 sm) með stinnum blöðum og kuldabláum blómum. Blómgast í júní.

Blað

Laufblöðin þykk og öll ljósblámenguð, oddbaugótt eða öfugegglaga, spaðalaga eða nær kringlótt, 10–25 mm breið (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Blómin eru 5–10 mm í þvermál, heiðblá. Krónan bjöllulaga, fimmdeild. Blómhnappar rauðir áður en þeir springa út. Bikarinn með hárlausum, fremur breiðum, þrístrendum, yddum blöðum. Fræflar fimm. Ein fræva með einum stíl (Hörður Kristinsson 1998).

Aldin

Aldinið ferkleyft klofaldin (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Auðþekkt á blámenguðum, þykkum blöðum og heimkynnum sínum.

Útbreiðsla - Blálilja (Mertensia maritima)
Útbreiðsla: Blálilja (Mertensia maritima)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |