Mosajafni (Selaginella selaginoides)

Mynd af Mosajafni (Selaginella selaginoides)
Picture: Hörður Kristinsson
Mosajafni (Selaginella selaginoides)

Útbreiðsla

Hann er mjög algengur um allt land frá láglendi upp í 800–900 m hæð (Hörður Kristinsson - floraislands.is).

Búsvæði

Þurrt mólendi og grasbalar (Hörður Kristinsson 1998).

Lýsing

Smávaxin jurt (3–8 sm) með marggreinótta, þéttblöðótta en mjúka stöngla.

Blað

Stönglar marggreindir, fíngerðir, þéttblöðóttir og dökkgrænir. Blöðin 2–3 mm á lengd, 1 mm á breidd, mjókka jafnt út í hvassan odd, með hárkenndar tennur á jöðrum (Hörður Kristinsson 1998).

Blóm

Gróbæru stönglarnir lengri, uppréttir, með aðlægum blöðum neðst en útréttum gróblöðum efst sem hafa gróhirslur í blaðöxlunum. Neðri gróhirslurnar eru með fjórum stórgróum, 0,5 mm í þvermál en þær efri með fjölmörgum, gulum smágróum (Hörður Kristinsson 1998).

Greining

Líkist engri annnarri íslenskri tegund, minnir í fljótu bragði helst á mosa en er strax auðþekktur á gróhirslunum í blaðöxlunum.

Útbreiðsla - Mosajafni (Selaginella selaginoides)
Útbreiðsla: Mosajafni (Selaginella selaginoides)

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |