Rákasnigill (Arion circumscriptus)

Rákasnigill - Arion circumscriptus
Picture: Erling Ólafsson

Rákasnigill (Arion circumscriptus). 35 mm. ©EÓ

Útbreiðsla

Evrópa. Innfluttur til norðanverðra Bandaríkjanna og Kanada.

Ísland: Útbreiðslan er vanskráð vegna skorts á gögnum og ruglings við aðrar tegundir. Finnst líkast til á láglendi um land allt.

Lífshættir

Lífshættir rákasnigils hér á landi eru óþekktir. Hann sést þó oft í manngerðu umhverfi, í görðum og röskuðu landi, í rusli þar sem það hefur dagað uppi.  Eins og flestir aðrir naktir sniglar nærist rákasnsigill á lifandi og rotnandi plöntum, en er þó ekki talinn slíkur skaðvaldur að eftir verði tekið.

Almennt

Rákasnigill er af þeim erfiða hópi minni tegunda Arion snigla sem hafa valdið fræðimönnum hugarangri og þótt erfiðir að flokka til tegunda. Vísað skal til umfjöllunar um beltasnigil (Arion fasciatus) í því sambandi.

Fullþroska rákasnigill er heldur minni og fíngerðari en beltasnigill, jafnan grárri á lit, hliðarröndin mjórri og svæðið neðan við hana mun ljósara en á beltissnigli. Samt skal ítrekað að breytileikinn innan þessa tegundahóps kann að vera umtalsverður auk þess sem mismunandi þroskastig kunna að þvælast fyrir.

Rákasnigill – Arion circumscriptus
Rákasnigill (Arion circumscriptus) - fundarstaðir samkvæmt eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands

Heimildir

Fauna Europaea. Arion circumscriptus. http://www.faunaeur.org/full_results.php?id=421785.

Mandahl-Barth, G. 1938. Land and Freshwater Mollusca. Zoology of Iceland IV, Part 65. Munksgaard, Kaupmannahöfn. 31 bls.

Pfleger, V. & J. Chatfield 1988. A Guide to Snails of Britain and Europe. Hamlyn, England. 216 bls.

Rowson, B., J. Turner, R Anderson & B. Symondson 2014.Slugs of Britain and Ireland. FSC Publications, Telford. 136 bls.

USDA. Terrestrial Mollusc Tool. Arion fasciatus group: Arion circumscriptus. http://idtools.org/id/mollusc/factsheet.php?name=Arion%20fasciatus%20gro....

Wikipedia. Arion circumscriptus. https://en.wikipedia.org/wiki/Arion_circumscriptus.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |