Holtannar (Entognatha)

Almennt

Holtannar einkennast af munnlimum sem eru staðsettir inni í munnholi, ekki utan þess. Flestar tegundir þessa flokks sexfætlna eru örsmá jarðvegsdýr og er tilvist þeirra fæstum kunn. Holtönnum er skipt í þrjá ættbálka, mordýr (Collembola), frumskottur (Protura) og gripskottur (Diplura) sem allir höfðu áður stöðu ættbálks innan flokks skordýra (Insecta). Sá síðasttaldi á ekki fulltrúa í íslensku smádýrafánunni. Í heiminum eru um 5.130 tegundir holtanna þekktar.

Höfundur

Was the content helpful Back to top

Back to top

Thank you!

Please tell us why:

  • Hide
  • |